Viðskipti innlent

Faxaflóahafnir greiða eigendum 173 milljónir í arð

Faxaflóahafnir hafa greitt eigendum sínum arð fyrir árið 2011 og er þetta í annað sinn sem slíkt er gert. Arðurinn nemur 173 milljónum kr. sem er sama upphæð og greidd var í fyrra þegar arður var greiddur í fyrsta sinn.

Reykjavíkurborg fær stærstan hlutan af arðinum eða tæplega 130 milljónir kr. Akranes fær tæpar 19 milljónir kr. og Hvalfjarðarsveit um 16 milljónir kr. Önnur sveitarfélög sem fá arð eru Borgarbyggð og Skorradalshreppur.

Gísli Gíslason hafnarstjóri Faxaflóahafna segir að arðgreiðslan endurspegli góða afkomu hafnanna og það sé ánægjulegt að geta sagt frá slíku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×