Viðskipti innlent

Verðbólga ógnar stöðugleika

Jean-Claude Trichet, fráfarandi seðlabankastjóri.
Jean-Claude Trichet, fráfarandi seðlabankastjóri. Mynd/AP
Líkur eru taldar á að Evrópski seðlabankinn hækki stýrivexti sína um 0,25 prósentustig á næsta vaxtaákvörðunarfundi sínum í næstu viku. Verði það raunin fara stýrivextir á evrusvæðinu í 1,5 prósent.

Stýrivextir höfðu verið óbreyttir á evrusvæðinu þar til í apríl, þegar þeir fóru úr einu prósenti í 1,25 prósent.

Jean-Claude Trichet, fráfarandi seðlabankastjóri, ítrekaði í erindi sínu á Evrópuþinginu í Brussel í gær að aukin verðbólga á evrusvæðinu gæti ógnað efnahagslegum stöðugleika.

- jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×