Viðskipti innlent

Óvissa með millilandaflug Delta

Delta flugvél. Myndin er úr safni.
Delta flugvél. Myndin er úr safni.
Óvissa er um áframhaldandi flug á vegum bandaríska flugfélagsins Delta samkvæmt frétt sem finna má á vefsíðunni Túristi.is. Þar kemur fram að hægt sé að bóka flug milli Keflavíkur og New York í júní og júlí á næsta ári.

Upplýsingafulltrúi fyrirtækisins vill hins vegar ekki staðfesta við Túrista að félagið ætli sér að halda Íslandsflugi sínu áfram næsta sumar. Fulltrúinn segir að sumaráætlun fyrirtækisins verði kynnt í lok mánaðarins eða í byrjun þess næsta og þá eigi línur að skýrast.

Þegar Delta hóf flug til Íslands í byrjun júní í ár þá var tilkynnt að félagið ætlaði sér að fljúga á milli Keflavíkur og New York fram í lok október. Túristi benti hinsvegar á fyrir nokkrum dögum síðan, að ekki er lengur hægt að bóka ferðir með félaginu frá Íslandi eftir 5. september.

Í kjölfarið staðfesti félagið að það hefði ákveðið að hætta að fljúga til Íslands í byrjun september, þvert á fyrri yfirlýsingar.

Hægt er að nálgast frétt Túristans hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×