Fáir útlendingar vilja fjárfesta hér á landi Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 7. september 2011 18:15 Bala Kamallakharan mynd/anton Indverski fjárfestirinn Bala Kamallakharan segir neikvætt viðhorf gagnvart áhættufjárfestingum hér hafa komið sér vel. Hann segir mikilvægt að frumkvöðlar vilji sigra heiminn. „Það er ömurlegt að fjárfesta á Íslandi. Hér eru gjaldeyrishöft og ríkisstjórninni virðist nákvæmlega sama um það þótt erlendir fjárfestar vilji ekki festa fé sitt hér," segir fjárfestirinn Balan Kamallakharan. Hann fer fyrir fjárfestingarsjóði fjölskyldu sinnar og viðskiptafélaga hér á landi. Sjóðurinn ein beitir sér að fjárfestingum í net- og tæknifyrirtækjum. Hann vill ekki greina frá fjárfestingargetu sjóðsins í samtali við Fréttablaðið. Sjóðurinn á sér fyrirmynd í frumfjárfestum Facebook og Google og leggur tiltölulega nýstofnuðum fyrirtækjum til fjármagn eftir þörfum fyrstu árin. Bala, eins og hann kynnir sig, segir erlenda áhættufjárfesta, ekki síst í Bandaríkjunum, almennt neikvæða gagnvart fjárfestingum hér. Auk þess að vera litnir hornauga þá hafi þeir almennt ekki trú á evrópskum frumkvöðlum; þá skorti óþreyjuna, hungrið, og hafi lítið til að stæra sig af í samanburði við Bandaríkin nema kannski samskiptaforritið Skype. Þetta neikvæða andrúmsloft komi Bala vel; hann geti setið einn að fyrirtækjum sem leiti að fjárfestum hér og þurfi ekki að berja keppinauta af sér. Helsti gallinn sé sá að hér vanti skipulagðan vettvang fyrir fjárfesta eins og sé í öðrum löndum. „Það er í raun mjög skrýtið að vera fjárfestir hér," segir hann og bendir á að kollegar hans virðist ósýnilegir. Sjóður Bala var sá fyrsti til að koma með fjármagn inn í netfyrirtækið Clöru og hefur nú fjármagnað rekstur fyrirtækisins síðastliðna átján mánuði. Þá hefur Bala, sem hefur búið hér á landi frá 2006 þegar hann hóf störf hjá Glitni, unnið náið með stofnendum og stjórnendum Clöru að uppbyggingu fyrirtækisins síðasta árið. „Þegar við komum í hluthafahópinn voru starfsmenn sex eða sjö. Nú eru þeir fjórtán. Við höfum því búið til átta hálaunastörf á um ári," segir hann. Bala hélt erindi á haustfundi frumkvöðla- og nýsköpunarsetursins Innovit á föstudag í síðustu viku þar sem hann ræddi um fjárfestingarumhverfið hér. Í máli Bala kom fram að Íslendingar séu óhræddir við að byrja á einhverju nýju, virðist óhræddir við hið óþekkta, hvað þá að leita til fjárfesta. „Þetta er fyrsta kryddið sem þarf til að verða frumkvöðull," segir hann. „Frumkvöðlar verða að vera hugrakkir. Þeir íslensku eiga ekki að horfa til þess hvernig eigi að leysa lítið vandamál hér heldur hugsa stórt og sigra heiminn," segir hann. Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Viðskipti erlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Sjá meira
Indverski fjárfestirinn Bala Kamallakharan segir neikvætt viðhorf gagnvart áhættufjárfestingum hér hafa komið sér vel. Hann segir mikilvægt að frumkvöðlar vilji sigra heiminn. „Það er ömurlegt að fjárfesta á Íslandi. Hér eru gjaldeyrishöft og ríkisstjórninni virðist nákvæmlega sama um það þótt erlendir fjárfestar vilji ekki festa fé sitt hér," segir fjárfestirinn Balan Kamallakharan. Hann fer fyrir fjárfestingarsjóði fjölskyldu sinnar og viðskiptafélaga hér á landi. Sjóðurinn ein beitir sér að fjárfestingum í net- og tæknifyrirtækjum. Hann vill ekki greina frá fjárfestingargetu sjóðsins í samtali við Fréttablaðið. Sjóðurinn á sér fyrirmynd í frumfjárfestum Facebook og Google og leggur tiltölulega nýstofnuðum fyrirtækjum til fjármagn eftir þörfum fyrstu árin. Bala, eins og hann kynnir sig, segir erlenda áhættufjárfesta, ekki síst í Bandaríkjunum, almennt neikvæða gagnvart fjárfestingum hér. Auk þess að vera litnir hornauga þá hafi þeir almennt ekki trú á evrópskum frumkvöðlum; þá skorti óþreyjuna, hungrið, og hafi lítið til að stæra sig af í samanburði við Bandaríkin nema kannski samskiptaforritið Skype. Þetta neikvæða andrúmsloft komi Bala vel; hann geti setið einn að fyrirtækjum sem leiti að fjárfestum hér og þurfi ekki að berja keppinauta af sér. Helsti gallinn sé sá að hér vanti skipulagðan vettvang fyrir fjárfesta eins og sé í öðrum löndum. „Það er í raun mjög skrýtið að vera fjárfestir hér," segir hann og bendir á að kollegar hans virðist ósýnilegir. Sjóður Bala var sá fyrsti til að koma með fjármagn inn í netfyrirtækið Clöru og hefur nú fjármagnað rekstur fyrirtækisins síðastliðna átján mánuði. Þá hefur Bala, sem hefur búið hér á landi frá 2006 þegar hann hóf störf hjá Glitni, unnið náið með stofnendum og stjórnendum Clöru að uppbyggingu fyrirtækisins síðasta árið. „Þegar við komum í hluthafahópinn voru starfsmenn sex eða sjö. Nú eru þeir fjórtán. Við höfum því búið til átta hálaunastörf á um ári," segir hann. Bala hélt erindi á haustfundi frumkvöðla- og nýsköpunarsetursins Innovit á föstudag í síðustu viku þar sem hann ræddi um fjárfestingarumhverfið hér. Í máli Bala kom fram að Íslendingar séu óhræddir við að byrja á einhverju nýju, virðist óhræddir við hið óþekkta, hvað þá að leita til fjárfesta. „Þetta er fyrsta kryddið sem þarf til að verða frumkvöðull," segir hann. „Frumkvöðlar verða að vera hugrakkir. Þeir íslensku eiga ekki að horfa til þess hvernig eigi að leysa lítið vandamál hér heldur hugsa stórt og sigra heiminn," segir hann.
Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Viðskipti erlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Sjá meira