Goldman Sachs hættir við Facebooksölu 18. janúar 2011 09:41 Bankinn Goldman Sachs er hættur við að bjóða efnuðum bandarískum viðskiptavinum sínum hlutdeild í 1,5 milljarða dollara fjárfestingu í Facebook. Ástæðan er sú gífurlega fjölmiðlaumfjöllun sem nýleg 500 milljón dollara kaup Goldman Sachs og rússnesks félags hafa valdið. Financial Times fjallar um málið og þar er vitnað í tilkynningu frá Goldman Sachs um að fjölmiðlaumfjöllunin stríði gegn lögum um verðbréfaviðskipti í Bandaríkjunum þar sem um einkasölu á hlutum í Facebook er að ræða. Þótt bandarískir viðskiptavinir bankans missi þannig af þessu tækifæri, og eru víst síður en svo hrifnir af því, mun Goldman Sachs bjóða viðskiptavinum sínum í öðrum löndum hlutdeild í fjárfestingunni. Þessi ákvöðrun Goldman Sachs vekur furðu margra. Financial Times ræðir við Harvey Pitt fyrrum forstjóra bandaríska fjármálaeftirlitsins um málið. Pitt segir að það hafi verið fyrirsjáanlegt að kaup Goldman Sachs á hlut í Facebook myndu vekja mikla athygli fjölmiðla. Því var betur heima setið en af stað farið með tilboðið til viðskiptavinanna. Málið muni örugglega skaða samband bankans við viðskiptavini sína að mati Pitt. Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankinn Goldman Sachs er hættur við að bjóða efnuðum bandarískum viðskiptavinum sínum hlutdeild í 1,5 milljarða dollara fjárfestingu í Facebook. Ástæðan er sú gífurlega fjölmiðlaumfjöllun sem nýleg 500 milljón dollara kaup Goldman Sachs og rússnesks félags hafa valdið. Financial Times fjallar um málið og þar er vitnað í tilkynningu frá Goldman Sachs um að fjölmiðlaumfjöllunin stríði gegn lögum um verðbréfaviðskipti í Bandaríkjunum þar sem um einkasölu á hlutum í Facebook er að ræða. Þótt bandarískir viðskiptavinir bankans missi þannig af þessu tækifæri, og eru víst síður en svo hrifnir af því, mun Goldman Sachs bjóða viðskiptavinum sínum í öðrum löndum hlutdeild í fjárfestingunni. Þessi ákvöðrun Goldman Sachs vekur furðu margra. Financial Times ræðir við Harvey Pitt fyrrum forstjóra bandaríska fjármálaeftirlitsins um málið. Pitt segir að það hafi verið fyrirsjáanlegt að kaup Goldman Sachs á hlut í Facebook myndu vekja mikla athygli fjölmiðla. Því var betur heima setið en af stað farið með tilboðið til viðskiptavinanna. Málið muni örugglega skaða samband bankans við viðskiptavini sína að mati Pitt.
Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira