Viðskipti innlent

Seðlabankinn svarar ekki afhverju eignir jukust um 127 milljarða

Seðlabankinn segir að hann geti ekki svarað því afhverju erlendar eignir bankans jukust verulega á milli október og nóvember s.l. Aukningin nam 127 milljörðum króna.

Í hagtölum Seðlabankans segir að erlendar eignir bankans, það er gjaldeyrisforðinn,  námu um 1.112 milljörðum kr. í lok nóvember samanborið við 985 milljarða .kr. í lok október. Þetta má rekja til hreyfinga á liðnum fjármálastofnanir, gjaldeyrisreikningar.

Fréttastofan sendi fyrirspurn til bankans um hvaða hreyfingar væri um að ræða sem bæta  127 milljörðum kr. við eignir bankans. Í svarinu segir einfaldlega að í raun geti bankinn ekkert sagt meira en kemur fram á vef bankans samkvæmt þessari reglulegu birtingaráætlun hans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×