Viðskipti innlent

Árgjald léna lækkar um þúsundkall

ly
ISNIC - Internet á Íslandi sem sér um skráningu léna undir þjóðarlénu .is hefur ákveðið að lækka árgjald léna um ríflega tólf prósent. Þetta var samþykkt af stjórninni nýlega og er árgjaldið nú 6.982 krónur. Lækkunin tók gildi í gær. Jens Pétur Jensen framkvæmdastjóri segir að með lækkuninni sé fyrst og fremst verið að uppfylla gamalt loforð sem var á þá leið að þegar lénin yrðu orðin 35 þúsund að tölu yrði árgjaldið lækkað.

Lénin eru nú orðin ríflega 36 þúsund að tölu. Jens segir að fjöldinn hafi ríflega tvöfaldast frá árinu 2007 og undanfarið hefur reksturinn gengið mjög vel þrátt fyrir miklar kostnaðarhækkanir. Á fyrstu níu mánuðum þessa árs hefur fyrirtækið skilað 40 milljónum króna í hagnað og því er nú borð fyrir báru til þess að koma til móts við viðskiptavinina, segir Jens Pétur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×