Viðskipti innlent

Skuldatryggingaálagið rýkur upp að nýju

Skuldatryggingaálag á íslenska ríkið hefur rokið upp að nýju og mælist nú 308 púnktar. Þetta er veruleg hækkun á skömmum tíma því í síðustu viku fór álagið niður í 259 punkta.

Viðskiptavefurinn keldan.is birtir upplýsingar um skuldatryggingaálagið reglulega. Þær upplýsingar byggja svo aftur á Bloomberg fréttaveitunni sem sækir sínar upplýsingar til CMA gagnaveitunnar.

Mjög erfitt er að sjá afhverju skuldatryggingaálagið hefur rokið upp um 50 punkta á svo skömmum tíma nema það sé í takt við almennar hækkanir á álaginu hjá öðrum Evrópuþjóðum.

Hinsvegar ætti álagið að vera að lækka í raun m.v. síðustu fréttir af Íslandi í alþjóðlegum fjölmiðlum það er að fjórða endurskoðunin á áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Íslands var samþykkt í vikunni.

Hér má raunar geta þess að töluverður munur hefur verið á skuldatyggingaálaginu samkvæmt mælingu Markit iTraxx vísitölunnar og CMA að undanförnu. Nú hefur þessi munur minnkað verulega þar sem Markit iTraxx mælir álagið í 300 punktum.








Tengdar fréttir

Mikill munur á mælingu áhættuálags Íslands

Mikill munur er á skuldatryggingaálagi Íslands eftir mælingum þeirra tveggja helstu gagnaveitna sem mæla þetta álag í heiminum. Þannig er álagið hjá CMA gagnaveitunni 269 punktar en Markit itraxx vísitalan mælir álagið í 313 punktum í dag. Munurinn er 44 punktar eða 0,44%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×