Handbolti

Róbert sagður fara frá Löwen í sumar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Róbert hér á línunni í leik með íslenska landsliðinu.fréttablaðið/vilhelm
Róbert hér á línunni í leik með íslenska landsliðinu.fréttablaðið/vilhelm
Þýskir fjölmiðlar fullyrtu í gær að þrír leikmenn væru á leið frá úrvalsdeildarfélaginu Rhein-Neckar Löwen í sumar – þeir Róbert Gunnarsson, markvörðurinn Henning Fritz og skyttan Michael Müller.

Löwen hefur þegar tilkynnt að Müller fari til Wetzlar í sumar en þar hefur hann skrifað undir tveggja ára samning. Félagið hefur þó ekki staðfest brottför Róberts og Fritz en Guðmundur Guðmundsson er þjálfari liðsins.

Róbert kom til Löwen árið 2009 frá Gummersbach en hefur ekki náð að festa sig í sessi í byrjunarliðinu en norski línumaðurinn Bjarte Myrhol hefur staðið sig vel með Löwen.

Alexander Petersson mun ganga til liðs við Löwen nú í sumar frá Füchse Berlin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×