Handbolti

Arnór með átta mörk í sigurleik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Arnór í leik með Val.
Arnór í leik með Val. Mynd/Valli
Arnór Gunnarsson skoraði átta mörk, þar af fimm af vítalínunni, þegar að Bittenfeld vann tveggja marka sigur á Nordhorn í þýsku B-deildinni í kvöld, 35-33. Árni Þór Sigtryggsson skoraði þrjú mörk fyrir Bittenfeld.

Eisenach, lið Aðalsteins Eyjólfssonar, vann svo stórsigur á Empor Rostock, 41-29, á heimavelli í dag.

Þá skoraði Björgvin Hólmgeirsson fimm mörk fyrir DHC Rheinland sem hafði betur gegn Korschenbroich á útivelli, 36-33.

Eisenach er í ellefta sæti deildarinnar með þrettán stig, rétt eins og Bittenfeld sem er í þrettánda sæti. Rheinland er svo í fjórtánda sæti með tólf stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×