Viðskipti innlent

Þunglyndi hellist yfir Íslendinga í skammdeginu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Væntingar manna hafa lækkað mjög mikið.
Væntingar manna hafa lækkað mjög mikið. mynd/ getty
Svo virðist sem veruleg svartsýni hafi helst yfir landann nú í októbermánuði sem svipar til þess sem gerðist á sama tíma í fyrra. Greining Íslandsbanka lest þetta úr Væntingavísitölu Gallup sem var birt nú í morgun. Væntingavísitalan hrapaði um heil 16,5 stig milli mánaða. Er gildi vísitölunnar nú komið niður í 52,9 stig eftir að hafa farið upp í 69,4 stig í september. Á sama tíma í fyrra féll vísitalan um nær 36 stig á milli þessara tveggja mánaða, úr tæplega 68 stigum í 32 stig.

Greining Íslandsbanka segir líklegast að þessi lækkun væntingavísitölunnar á milli september og október tengist setningu Alþingis og mótmælum sem voru henni tengdri. Mótmælin hafi þó verið öllu háværari í fyrra en nú, sem aftur kunni að endurspegla breytingu á vísitölunni nú og svo í fyrra. Þetta komi svo sem ekkert á óvart enda geri mótmælin afar sýnileg þau efnahagslegu og félagslegu vandamál sem landsmenn séu að glíma við nú í kjölfar hrunsins.

Greining Íslandsbanka bendir á að væntingar landsmanna sveiflist nokkuð mikið á milli mánaða. Á milli ágúst og september hækkaði vísitalan um nálega 20 stig og á milli júlí og ágúst lækkað hún um 12 stig. Síðasta árið hefur vísitalan að meðaltali mælst rúm 58 stig og virðist því mun svartara vera yfir landanum nú en undanfarin misseri.

Væntingavísitalan væntingar neytenda til efnahags- og atvinnulífsins og þegar vísitalan er undir 100 stigum eru fleiri neytendur svartsýnir en bjartsýnir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×