Binni hraunaði yfir fjölmiðla Magnús Halldórsson skrifar 25. október 2011 13:47 Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, oftast nefndur Binni, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, fór hörðum orðum um fjölmiðla í erindi sem hann hélt á sjávarútvegsráðstefnu á Grand Hótel um miðjan þennan mánuð. Hann sagðist halda að það væri lítil sem engin gæðastjórnun á ritstjórnum, líkt og aðrar atvinnugreinar hefðu þróað með sér í gegnum tíðina. Í erindinu, sem bar heitið Hvað er frétt?, gagnrýndi hann Morgunblaðið, einkum Agnesi Bragadóttur blaðamann, fyrir fréttir um útflutning á gámaþorski. „Mogganum hentaði þá að hnýta í útgerðarmenn," stóð á einni glæru sem Binni sýndi. Þessar fréttir ollu nokkru uppnámi er þær birtust, á sumarmánuðum árið 2007, en Styrmir Gunnarsson var þá ritstjóri Morgunblaðsins. Binni sagði í erindinu að fréttirnar hafi allar verið rangar og ekki byggðar á réttum upplýsingum. „Eitt mesta samsæri samtímans - ef satt hefði verið ... Ég fullyrði að „eigandinn" í Eyjum myndi fagna áframhaldandi úttekt," sagði m.a. í erindi Binna. Hann bætti síðan við enn stæði upp á Agnesi og Morgunblaðið að afhjúpa „svínarið". Enn fremur gagnrýndi hann Stöð 2 og Ríkisútvarpið fyrir rangar fréttir, m.a. af málefnum lífeyrissjóða. Nefndi hann sem dæmi að Stöð 2 hefði greint frá því að Gildi lífeyrissjóður hefði verið rekinn með 60 milljarða halla, en engin tilraun hefði verið gerð til þess að skýra stöðuna í ljósi þess að í reynd hefði verið talað um tryggingarfræðilega stöðu. „Hvað eru þrír nýir landspítalar á milli vina," sagði Binni m.a. og vitnaði til umfjöllunar um skuldastöðu sjávarútvegsins sem hann sagði ranga í meginatriðum og byggða á misskilningi. Þá gagnrýndi Binni Bergljótu Baldursdóttur, fréttamann RÚV, harkalega fyrir umfjöllun um sjávarútveg í Vestmannaeyjum. Hún hafi verið full af rangfærslum. Auk þess sagði Binni að hann hefði sagt Bergljótu frá því að tölurnar væru rangar áður en umfjöllunin birtist, en á hann hefði ekki verið hlustað. Binni sagði síðan að „góðar fréttir" um sjávarútveginn í Vestmannaeyjum birtust nær aldrei, og vitnaði m.a. til gjafa sjávarútvegsfyrirtækja til samfélagsins. Tók hann dæmi af því þegar útgerðarmenn gáfu spítalanum í Eyjum 25 milljónir til tækjakaupa. Hvorki RÚV né Stöð 2 hefðu séð ástæðu til þess að segja frá því. „Það var önnur Ella þegar Jóhannes í Bónus tók upp veskið," sagði Binni. Sagði hann enn fremur að fjölmiðlar hefðu ekki horft í eigin barm og skoðað vinnubrögð sín gagnrýnið eftir hrunið. Margt benti til þess að mikil þörf væri á því. Glærur úr erindi Binna má sjá hér. Mest lesið Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, oftast nefndur Binni, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, fór hörðum orðum um fjölmiðla í erindi sem hann hélt á sjávarútvegsráðstefnu á Grand Hótel um miðjan þennan mánuð. Hann sagðist halda að það væri lítil sem engin gæðastjórnun á ritstjórnum, líkt og aðrar atvinnugreinar hefðu þróað með sér í gegnum tíðina. Í erindinu, sem bar heitið Hvað er frétt?, gagnrýndi hann Morgunblaðið, einkum Agnesi Bragadóttur blaðamann, fyrir fréttir um útflutning á gámaþorski. „Mogganum hentaði þá að hnýta í útgerðarmenn," stóð á einni glæru sem Binni sýndi. Þessar fréttir ollu nokkru uppnámi er þær birtust, á sumarmánuðum árið 2007, en Styrmir Gunnarsson var þá ritstjóri Morgunblaðsins. Binni sagði í erindinu að fréttirnar hafi allar verið rangar og ekki byggðar á réttum upplýsingum. „Eitt mesta samsæri samtímans - ef satt hefði verið ... Ég fullyrði að „eigandinn" í Eyjum myndi fagna áframhaldandi úttekt," sagði m.a. í erindi Binna. Hann bætti síðan við enn stæði upp á Agnesi og Morgunblaðið að afhjúpa „svínarið". Enn fremur gagnrýndi hann Stöð 2 og Ríkisútvarpið fyrir rangar fréttir, m.a. af málefnum lífeyrissjóða. Nefndi hann sem dæmi að Stöð 2 hefði greint frá því að Gildi lífeyrissjóður hefði verið rekinn með 60 milljarða halla, en engin tilraun hefði verið gerð til þess að skýra stöðuna í ljósi þess að í reynd hefði verið talað um tryggingarfræðilega stöðu. „Hvað eru þrír nýir landspítalar á milli vina," sagði Binni m.a. og vitnaði til umfjöllunar um skuldastöðu sjávarútvegsins sem hann sagði ranga í meginatriðum og byggða á misskilningi. Þá gagnrýndi Binni Bergljótu Baldursdóttur, fréttamann RÚV, harkalega fyrir umfjöllun um sjávarútveg í Vestmannaeyjum. Hún hafi verið full af rangfærslum. Auk þess sagði Binni að hann hefði sagt Bergljótu frá því að tölurnar væru rangar áður en umfjöllunin birtist, en á hann hefði ekki verið hlustað. Binni sagði síðan að „góðar fréttir" um sjávarútveginn í Vestmannaeyjum birtust nær aldrei, og vitnaði m.a. til gjafa sjávarútvegsfyrirtækja til samfélagsins. Tók hann dæmi af því þegar útgerðarmenn gáfu spítalanum í Eyjum 25 milljónir til tækjakaupa. Hvorki RÚV né Stöð 2 hefðu séð ástæðu til þess að segja frá því. „Það var önnur Ella þegar Jóhannes í Bónus tók upp veskið," sagði Binni. Sagði hann enn fremur að fjölmiðlar hefðu ekki horft í eigin barm og skoðað vinnubrögð sín gagnrýnið eftir hrunið. Margt benti til þess að mikil þörf væri á því. Glærur úr erindi Binna má sjá hér.
Mest lesið Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira