Viðskipti innlent

Afkoma Stafa betri en samt óviðunandi

„Afkoma Stafa lífeyrissjóðs árið 2010 var betri en árið 2009 en samt langt frá því að vera viðunandi,“ segir Guðsteinn Einarsson, fráfarandi formaður stjórnar lífeyrissjóðsins Stafa. Fjallað er um afkomuna á vefsíðu sjóðsins.

Hrein raunávöxtun Stafa var 0,1% á árinu 2010 en hún var hins vegar neikvæð um 4,9% árið 2009. Afkoma sjóðsins skýrist fyrst og fremst af því að íslenskt efnahagslíf hefur tekið hægar við sér en vonir stóð um.

Á ársfundi sjóðsins fyrir helgina var kynnt niðurstaða tryggingarfræðilegrar úttektar á Stöfum. Heildarskuldbinding sjóðsins reyndist vera neivæð um 8,1% í lok árs 2010, sem er innan þeirra marka sem lög heimila. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×