Viðskipti innlent

Óverulegt tjón af völdum gossins hjá Iceland Express

Lítið hefur borið á afbókunum hjá Iceland Express, þrátt fyrir eldgosið í Grímsvötnum.   Áhrifin af gosinu eru því óveruleg og fjárhagslegt tjón lítið, miðað við að flug hefjist að nýju með kvöldinu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Þar segir að ekkert hefur verið flogið síðan klukkan 9 í gærmorgun, en gangi veður- og öskuspár eftir mun flug komast í eðlilegt horf strax í fyrramálið.

Farþegar sem eiga bókað flug með félaginu eru beðnir að fylgjast vel með á heimasíðu félagsins icelandexpress.is og á netinu, því áætlun getur breyst með stuttum fyrirvara.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×