Viðskipti innlent

Hagnaður KSÍ 67 milljónir

Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ
Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ

Knattspyrnusamband Íslands birti ársreikning sinn fyrir árið 2010 í gær. Sambandið skilaði 67 milljóna hagnaði, en áætlanir gerðu ráð fyrir rúmlega 32 milljóna króna hagnaði.

Rekstrartekjur KSÍ voru 723 milljónir samanborið við 703 milljónir króna á árinu 2009. Hækkunin skýrist fyrst og fremst af hækkun sjónvarpstekna og auknu framlagi frá FIFA. Rekstrarkostnaðurinn var undir áætlaðri upphæð eða 656 milljónir króna, segir á heimasíðu KSÍ.

„Styrkir og framlög til aðildarfélaga á árinu námu um 83 milljónum króna vegna barna- og unglingastarfs, leyfiskerfis og fleira. Samþykkt áætlun gerði ráð fyrir styrkjum að fjárhæð 47 milljónir króna.

Jöfnuður var milli fjármunatekna og fjármagnsgjalda KSÍ á árinu 2010 um 23 milljónir króna hvor liður. Að teknu tilliti til styrkja og framlaga til aðildarfélaga nam tap ársins tæpum 16 milljónum króna.

Fjárhagsstaða KSÍ er traust við áramót, lausafjárstaða góð, handbært fé um 320 milljónir króna og eigið fé um 218 milljónir króna," segir á vef KSÍ.



Á Heimasíðu KSÍ er hægt að sjá frekari upplýsingar um málið.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×