Viðskipti innlent

Ráðinn viðskiptastjóri hjá Microsoft Ísland

Sigurjón Birgir Hákonarson
Sigurjón Birgir Hákonarson
Sigurjón Birgir Hákonarsson tölvunarfræðingur hefur verið ráðinn til starfa sem viðskiptastjóri stærri fyrirtækja hjá Microsoft Ísland. Hann er með meistaragráðu í tölvunarfræðum frá Háskóla Íslands og yfir 15 ára starfsreynslu í upplýsingatæknigeiranum. Þar af hefur hann um fimm ára stjórnunarreynslu.

Sigurjón starfaði hjá Skýrr við viðskiptaþróun með áherslu á fjármálamarkaðinn. Þar áður var hann forstöðumaður hugbúnaðarlausna á upplýsingatæknisviði Íslandsbanka. Hann hefur einnig stundað kennslu í tölvunarfræðum og verkefnastjórnun. Sigurjón er kvæntur Arndísi Thorarensen og eiga þau tvö börn.  

Sigurjón tekur við starfinu af Guðmundi Aðalsteinssyni, sem lét af störfum hjá fyrirtækinu í síðasta mánuði. Guðmundur hefur verið ráðinn í sambærilegt starf hjá Microsoft New Zealand og hann gegndi hjá Microsoft Ísland, og er hann nú þegar fluttur til Nýja Sjálands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×