Handbolti

Japanir mættir til Danmörku til þess að undirbúa sig fyrir HM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Toru Takeda leikmaður japanska landsliðsins.
Toru Takeda leikmaður japanska landsliðsins. Mynd/AFP
Japanska handboltalandsliðið er komið í æfingabúðir í Danmörku fyrir HM í handbolta í Svíþjóð en Japanir eru einmitt með íslenska landsliðinu í riðli og verða þriðju mótherjar strákanna okkar á Heimsmeistaramótinu í ár.

Japanska landsliðið mun spila æfingaleiki við dönsk félagslið á meðan dvölinni stendur í Horsens og Helsingør. Liðið mætir Lemvig 6. janúar, spilar við HC Midtjylland 8. janúar, mætir Århus 9. janúar og lokaleikurinn er síðan við Nordsjælland 10. janúar.

Fyrsti leikur Japana á HM er á móti Norðmönnum 14. janúar en Japanir eru með á sínu fyrstu heimsmeistarakeppni síðan á HM í Túnis 2005 en þeir voru heldur ekki með á árunum 1999 til 2003.

Þjálfari japanska landsliðsins er Kiyoharu Sakamaki sem þjálfaði einu sinni Dag Sigurðsson þegar hann lék með Wakunaga Hiroshima í Japan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×