Viðskipti innlent

Ferðagleðin gerir vart við sig á ný

Fleiri brugðu sér úr landi í jólamánuðinum en ári fyrr.
Fleiri brugðu sér úr landi í jólamánuðinum en ári fyrr.
Rétt rúmlega tuttugu þúsund Íslendingar fóru til útlanda í desember á nýliðnu ári, sem er um 25 prósenta aukning milli ára.

Greining Íslandsbanka segir helstu skýringuna fyrir ferðagleði landans aukinn kaupmátt á erlendri grund með hækkun á nafngengi krónunnar. Á sama tíma var dýrt að ferðast innanlands, eldsneyti fimmtungi dýrara en ári fyrr og flugfargjöld innanlands tíu prósentum hærri. Flugfargjöld úr landi hækkuðu á sama tíma um sex prósent.

Greining Íslandsbanka segir að þótt ferðagleðin hafi gert vart við sig hjá Íslendingum á ný sé langt í land að ferðalög verði jafn mikil og á hinu mikla neysluári 2007. Á þeim tíma var gengi krónunnar mun hagstæðara gagnvart öðrum myntum, fjárhagsleg staða heimilanna öllu betri og fóru 452 þúsund manns um Leifsstöð. Það eru um helmingi fleiri en á öllu nýliðnu ári. - jab





Fleiri fréttir

Sjá meira


×