Handbolti

Auðvelt hjá Spáni gegn Egyptum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Spánverjar fagna sigri í leik á HM.
Spánverjar fagna sigri í leik á HM. Nordic Photos / AFP

Spánn vann auðveldan sigur á Egyptalandi í A-riðli á HM í handbolta í kvöld og er því enn með fullt hús stiga eftir fjóra leiki.

Egyptar komust yfir eftir tólf mínútna leik, 6-5. Þá skoruðu Spánverjar fimm mörk í röð og litu aldrei til baka eftir það.

Staðan í hálfleik var 14-9, Spánverjum í vil. Þeir gengu svo enn lengra í síðari hálfleik og unnu að lokum þrettán marka sigur, 31-18.

Albert Rocas átti fínan leik í hægra horninu og skoraði sjö mörk. Arpad Sterbik kom sterkur inn í seinni hálfleik og varði tíu af þeim nítján skotum sem hann fékk á sig.

Egyptar komast þar með ekki áfram í milliriðlakeppnina en það ræðst á morgun hvort að Þýskaland eða Túnis fylgja Spánverjum og Frökkum í milliriðilinn.

Spánn og Frakkland mætast á morgun í hreinum úrslitaleik um hvort liðið komist áfram með fjögur stig í milliriðilinn. Skilji liðin jöfn fara bæði lið áfram með þrjú stig.

Smelltu hér til að opna Boltavaktina: Spánn - Egyptaland.

Úrslit, staðan og næstu leikir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×