Viðskipti innlent

Opera þarf meira pláss

Norska hugbúnaðar­fyrirtækið Opera stefnir að því að þrefalda gagnaflutning hingað á næstu árum. Fyrirtækið rekur netvafra fyrir einkatölvur og farsíma og vistar farsímahluta Opera-vafrans í gagnaveri Thor Data Center í Hafnarfirði.

Opera Mini er vinsælasti farsímavafri heims með um 71 milljón notenda. Notendur skoða meira en 36,9 milljarða vefsíðna á mánuði og jafngildir það 4,9 peta­bætum af gögnum sem fara um sæstreng Farice.

Jón Viggó Gunnarsson, framkvæmdastjóri Thor Data Center, vildi ekki tjá sig um Opera Software. Hann sagði fyrirtækið í miklum vexti, stækki það hér þá aukist umfang þess í öðrum gagnaverum ytra. - jab / Sjá síðu 2





Fleiri fréttir

Sjá meira


×