Handbolti

Kiel tapaði í Barcelona

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Bongarts
Kiel tapaði í kvöld fyrir Barcelona, 27-25, í fyrri leik liðanna í fjórðungsúrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta.

Leikurinn fór fram í Barcelona en liðin mætast öðru sinni um næstu helgi, þá í Þýskalandi.

Aron Pálmarsson skoraði ekki fyrir Kiel í leiknum en þjálfari liðsins er Alfreð Gíslason.

„Við þurfum að bæta okkur í síðari leiknum. Við getum unnið Barcelona með þriggja marka mun en Barcelona hefur líka sýnt að liðið getur náð hagstæðum úrslitum á okkar heimavelli,“ sagði Alfreð í viðtali á heimasíðu Kiel.

„Fyrri hálfleik er nú lokið og er enn allt opið. Við þurfum þó hjálp stuðningsmannanna til að komast í úrslitahelgina.“

Staðan var 15-14, Kiel í vil, í hálfleik en þeir þýsku náðu aðeins að skora tíu mörk í síðari hálfleiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×