Guðmundur vísar ummælum Dags til föðurhúsanna Henry Birgir Gunnarsson í Malmö skrifar 28. janúar 2011 08:00 Dagur Sigurðsson gagnrýndi Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara harkalega í þýskum fjölmiðlum í gær. Þar sakaði hann Guðmund um að þjösnast á Alexander Peterssyni, sem spilar undir stjórn Dags hjá Füchse Berlin, og hlífa um leið Ólafi Stefánssyni sem leikur undir stjórn Guðmundar hjá Rhein-Neckar Löwen. „Ég ræddi við Alexander Petersson og hann sagði mér að hann væri í slæmu ástandi og í raun búinn á því. Þrátt fyrir það spilar hann næstum alla leiki frá upphafi til enda," sagði Dagur í samtali við vefmiðilinn handball-welt.de. „Á sama tíma hefur Ólafur Stefánsson spilað mjög lítið. Svo les ég það í íslenskum fjölmiðlum að Ólafur segist vera leikfær. Það skil ég ekki og hef ég það á tilfinningunni að Guðmundur sé að hugsa um hagsmuni Löwen. Þetta er mér alls ekki auðvelt mál enda eru Ólafur og Guðmundur góðir vinir mínir." Fréttablaðið bar þessi ummæli undir Alexander. „Ég veit ekki af hverju Dagur er að segja þetta. Kannski heldur hann þetta en það er í fínu lagi með mig. Ég er góður og get spilað gegn Króatíu," sagði Alexander. Guðmundur hafði ekki lesið ummæli Dags þegar Fréttablaðið hitti hann í gær en hafði heyrt af þeim. Hann var ekki sáttur við það sem hann hafði heyrt. „Það er mín skylda að spila með þeim leikmönnum sem ég hef úr að spila. Ef það er rétt að Dagur ýi að því að ég sé að hlífa Ólafi þá er það sorglegt. Ólafur hefur verið með vökva í hné síðan í fyrsta leik og það er alvarlegt mál. Ég vísa þessum ummælum til föðurhúsanna og þessi gagnrýni á ekki rétt á sér," segir Guðmundur en hefur Alexander verið í nógu góðu ástandi til þess að spila alla þessa leiki? „Já, ég get ekki séð annað. Hann var stórkostlegur gegn Frökkum og stóð sína plikt allan tímann. Ég skil því ekki hvað um er að ræða. Það eru flestir leikmenn lemstraðir á svona móti," sagði Guðmundur og benti á að Snorri, Sverre og Ingimundur hefðu einnig verið að spila á HM þó svo að þeir gengju ekki alveg heilir til leiks. Tengdar fréttir Dagur greindi Guðmundi frá óánægju sinni Dagur Sigurðsson segist hafa greint Guðmundi Guðmundssyni landsliðsþjálfara frá því að hann væri ekki sáttur við hvaða meðferð Alexander Petersson væri að fá hjá íslenska landsliðinu. 27. janúar 2011 12:15 Dagur gagnrýnir Guðmund í þýskum fjölmiðlum Dagur Sigurðsson hefur gagnrýnt Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara í þýskum fjölmiðlum fyrir að nota Alexander Petersson of mikið í leikjum íslenska liðsins á HM. 27. janúar 2011 09:45 Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Sjá meira
Dagur Sigurðsson gagnrýndi Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara harkalega í þýskum fjölmiðlum í gær. Þar sakaði hann Guðmund um að þjösnast á Alexander Peterssyni, sem spilar undir stjórn Dags hjá Füchse Berlin, og hlífa um leið Ólafi Stefánssyni sem leikur undir stjórn Guðmundar hjá Rhein-Neckar Löwen. „Ég ræddi við Alexander Petersson og hann sagði mér að hann væri í slæmu ástandi og í raun búinn á því. Þrátt fyrir það spilar hann næstum alla leiki frá upphafi til enda," sagði Dagur í samtali við vefmiðilinn handball-welt.de. „Á sama tíma hefur Ólafur Stefánsson spilað mjög lítið. Svo les ég það í íslenskum fjölmiðlum að Ólafur segist vera leikfær. Það skil ég ekki og hef ég það á tilfinningunni að Guðmundur sé að hugsa um hagsmuni Löwen. Þetta er mér alls ekki auðvelt mál enda eru Ólafur og Guðmundur góðir vinir mínir." Fréttablaðið bar þessi ummæli undir Alexander. „Ég veit ekki af hverju Dagur er að segja þetta. Kannski heldur hann þetta en það er í fínu lagi með mig. Ég er góður og get spilað gegn Króatíu," sagði Alexander. Guðmundur hafði ekki lesið ummæli Dags þegar Fréttablaðið hitti hann í gær en hafði heyrt af þeim. Hann var ekki sáttur við það sem hann hafði heyrt. „Það er mín skylda að spila með þeim leikmönnum sem ég hef úr að spila. Ef það er rétt að Dagur ýi að því að ég sé að hlífa Ólafi þá er það sorglegt. Ólafur hefur verið með vökva í hné síðan í fyrsta leik og það er alvarlegt mál. Ég vísa þessum ummælum til föðurhúsanna og þessi gagnrýni á ekki rétt á sér," segir Guðmundur en hefur Alexander verið í nógu góðu ástandi til þess að spila alla þessa leiki? „Já, ég get ekki séð annað. Hann var stórkostlegur gegn Frökkum og stóð sína plikt allan tímann. Ég skil því ekki hvað um er að ræða. Það eru flestir leikmenn lemstraðir á svona móti," sagði Guðmundur og benti á að Snorri, Sverre og Ingimundur hefðu einnig verið að spila á HM þó svo að þeir gengju ekki alveg heilir til leiks.
Tengdar fréttir Dagur greindi Guðmundi frá óánægju sinni Dagur Sigurðsson segist hafa greint Guðmundi Guðmundssyni landsliðsþjálfara frá því að hann væri ekki sáttur við hvaða meðferð Alexander Petersson væri að fá hjá íslenska landsliðinu. 27. janúar 2011 12:15 Dagur gagnrýnir Guðmund í þýskum fjölmiðlum Dagur Sigurðsson hefur gagnrýnt Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara í þýskum fjölmiðlum fyrir að nota Alexander Petersson of mikið í leikjum íslenska liðsins á HM. 27. janúar 2011 09:45 Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Sjá meira
Dagur greindi Guðmundi frá óánægju sinni Dagur Sigurðsson segist hafa greint Guðmundi Guðmundssyni landsliðsþjálfara frá því að hann væri ekki sáttur við hvaða meðferð Alexander Petersson væri að fá hjá íslenska landsliðinu. 27. janúar 2011 12:15
Dagur gagnrýnir Guðmund í þýskum fjölmiðlum Dagur Sigurðsson hefur gagnrýnt Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara í þýskum fjölmiðlum fyrir að nota Alexander Petersson of mikið í leikjum íslenska liðsins á HM. 27. janúar 2011 09:45