Viðskipti innlent

Gengi krónunnar styrkist ekki næstu misserin

Vísbendingar eru um að lítið svigrúm sé til staðar til þess að gengi krónunnar styrkist á næstu misserum. Greining Arion banka fjallar um málið í Markaðspunktum sínum og vísar í nýútkomin Peningamál Seðlabankans.

Seðlabankinn gerir nú ráð fyrir að viðskiptaafgangur án innlánsstofnanna í slitameðferð verði um 0,8% á þessu ári og um 0,5% árið 2012 og 2013. Í Peningamálum í febrúar var hinsvegar gert ráð fyrir ríflega 8% undirliggjandi viðskiptaafgangi á þessu ári sem átti að lækka lítillega næstu ár.

Fyrir utan að gengi krónunnar haldist lágt má einnig benda á að geta þjóðarbúsins til að greiða niður erlendar skuldir verður minni en ella ef þessi spá gengur eftir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×