Tómataræktun gæti tvöfaldast á næsta ári 19. ágúst 2011 00:01 Gróðurhús landsins þekja samtals um 20 hektara, sem er einmitt sú stærð sem á að vera á gróðurhúsi Geogreenhouse þegar lokaáfanga er náð.mynd/heiða Ef áform Geogreenhouse um að reisa 3,3 hektara gróðurhús á næsta ári verða að veruleika þýðir það að tómataræktun á Íslandi mun tvöfaldast, að sögn Bjarna Jónssonar, framkvæmdastjóra Sambands garðyrkjubænda. Öll tómataræktun í landinu fer nú fram á samtals fjórum hekturum. Fyrirtækið áformar að reisa í framtíðinni tuttugu hektara gróðurhús og segir Bjarni það vera álíka og allt það svæði sem notað er til grænmetisræktunar á landinu í dag. Hann segir það ánægjuefni ef vel takist til við útflutning tómata en að enn verði að svara mikilvægum spurningum. „Ég veit til þess að í Hollandi, til dæmis, geta menn ræktað tómata með mun lægri kostnaði og eru nær markaðssvæðinu en þar hafa þessi fyrirtæki lent í verulegum vandræðum, reyndar eru bankarnir að yfirtaka mörg þeirra. Hvað segir okkur að ræktendum hér á landi takist betur til?“ spyr Bjarni. „Eins þarf að svara þeirri spurningu hvað eigi að gera ef gengi íslensku krónunnar hækkar verulega. Á þá að reyna að selja tómatana á innanlandsmarkaði?“ Enn fremur spyr Bjarni hvort ekki sé verið að mismuna fyrirtækjum í þessum rekstri ef Geogreenhouse geti komist hjá dreifingarkostnaði með því að hafa gróðurhús sín við túnfótinn hjá jarðvarmavirkjun. „Raforkukostnaður er um 25 til 30 prósent af rekstrarkostnaði garðyrkjubænda svo það er töluverð forgjöf ef einhver losnar við þann bagga,“ segir hann. Júlíus Jónsson, forstjóri HS Orku, segir framleiðslugetu Reykjanesvirkjunar og virkjunarinnar í Svartsengi samtals um 170 megavött og magnsins vegna ætti ekki að vera vandkvæðum bundið að semja við Geogreenhouse. Fyrirtækið muni þurfa 6 megavött fyrir fyrsta áfanga en 36 megavött fyrir þriðja og síðasta áfangann, sem óvíst sé hvenær hefjist. „Við getum ekki, frekar en önnur orkufyrirtæki, tekið frá orku fyrir einhverja sem ætla kannski að nota hana í framtíðinni. Ef komið væri hins vegar til okkar með bindandi samning með skuldbindingum um 36 megavött myndum við gera eitthvað í því,“ segir Júlíus. jse@frettabladid.is Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira
Ef áform Geogreenhouse um að reisa 3,3 hektara gróðurhús á næsta ári verða að veruleika þýðir það að tómataræktun á Íslandi mun tvöfaldast, að sögn Bjarna Jónssonar, framkvæmdastjóra Sambands garðyrkjubænda. Öll tómataræktun í landinu fer nú fram á samtals fjórum hekturum. Fyrirtækið áformar að reisa í framtíðinni tuttugu hektara gróðurhús og segir Bjarni það vera álíka og allt það svæði sem notað er til grænmetisræktunar á landinu í dag. Hann segir það ánægjuefni ef vel takist til við útflutning tómata en að enn verði að svara mikilvægum spurningum. „Ég veit til þess að í Hollandi, til dæmis, geta menn ræktað tómata með mun lægri kostnaði og eru nær markaðssvæðinu en þar hafa þessi fyrirtæki lent í verulegum vandræðum, reyndar eru bankarnir að yfirtaka mörg þeirra. Hvað segir okkur að ræktendum hér á landi takist betur til?“ spyr Bjarni. „Eins þarf að svara þeirri spurningu hvað eigi að gera ef gengi íslensku krónunnar hækkar verulega. Á þá að reyna að selja tómatana á innanlandsmarkaði?“ Enn fremur spyr Bjarni hvort ekki sé verið að mismuna fyrirtækjum í þessum rekstri ef Geogreenhouse geti komist hjá dreifingarkostnaði með því að hafa gróðurhús sín við túnfótinn hjá jarðvarmavirkjun. „Raforkukostnaður er um 25 til 30 prósent af rekstrarkostnaði garðyrkjubænda svo það er töluverð forgjöf ef einhver losnar við þann bagga,“ segir hann. Júlíus Jónsson, forstjóri HS Orku, segir framleiðslugetu Reykjanesvirkjunar og virkjunarinnar í Svartsengi samtals um 170 megavött og magnsins vegna ætti ekki að vera vandkvæðum bundið að semja við Geogreenhouse. Fyrirtækið muni þurfa 6 megavött fyrir fyrsta áfanga en 36 megavött fyrir þriðja og síðasta áfangann, sem óvíst sé hvenær hefjist. „Við getum ekki, frekar en önnur orkufyrirtæki, tekið frá orku fyrir einhverja sem ætla kannski að nota hana í framtíðinni. Ef komið væri hins vegar til okkar með bindandi samning með skuldbindingum um 36 megavött myndum við gera eitthvað í því,“ segir Júlíus. jse@frettabladid.is
Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira