Viðskipti innlent

Skuldatryggingaálag Íslands lækkar töluvert

Skuldatryggingaálag Íslands hefur lækkað töluvert að undanförnu og stendur nú í 232 puntkum. Fyrir rúmri viku síðan stóð álagið í 297 punktum og hefur því lækkað um 65 punkta frá þeim tíma.

Hæst fór álagið í ár í júní í sumar þegar það var 304 punktar. Álagið mælir mat markaðarins á áhættunni af greiðslufalli ríkisins. Það hefur farið hækkandi á flest önnur Evrópuríki að undanförnu vegna óróans á hlutabréfamörkuðum. Því virðist markaðurinn meta það sem svo að sá órói hafi lítil áhrif á íslenskt efnahagslíf.

Skuldatryggingaálag upp á 232 punkta þýðir að greiða þarf 2,32% af nafnverði skuldabréfs til fimm ára til að tryggja það gegn greiðslufalli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×