Viðskipti innlent

High Liner greiðir 250 milljónir meira fyrir Icelandic

Endanlegt kaupverð kanadíska matvælafyrirtækisins High Liner Foods fyrir bandarískar og asíu eignir Icelandic Group er rúmlega 2 milljónum dollara eða um 250 milljónum króna hærra en áður var tilkynnt.

Þetta kemur fram á vefsíðunni menafn þar sem fjallað er um kaupin. Þar segir að High Liner og Framtakssjóður Íslands hafi lokið við kaupin í gærdag. Endanlegt verð nemi 232,7 milljónum dollara eða 28,5 milljörðum króna, Þegar tilkynnt var um kaupin fyrst í síðasta mánuði var verðið sagt vera 230,6 milljónir dollara.

Haft er eftir Henry Demone forstjóra High LIner að þeir séu mjög ánægðir með kaupin enda standi High Liner á eftir sem stærsti framleiðandi matvara úr sjávarfangi í Norður Ameríku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×