Efnahagsráðuneyti tekur upp tillögur Vickers fyrir Ísland Þorbjörn Þórðarson skrifar 23. desember 2011 18:52 Aldrei aftur verður tekin áhætta í bönkunum með sparifé almennings ef áform efnahags- og viðskiptaráðuneytisins ganga eftir. Í upphafi nýs árs verður kynnt áætlun um breytingar á fjármálafyrirtækjum en stefnt er því að smíða sérstakar girðingar utan um innlán til að tryggja hag sparifjáreigenda, að breskri fyrirmynd. Margir hafa fært rök fyrir því að ríkisábyrgð á innistæðum gangi ekki til lengdar, enda þarf að svara spurningunni: Hvers vegna ætti ríkið að ábyrgjast innlán í öllum bönkum til lengri tíma? Er réttlætanlegt, að allir skattgreiðendur, líka þeir sem eiga ekki innlán í bönkum, en eiga t.d mikla fjármuni í skuldabréfum og hlutabréfum, beri ábyrgð á innistæðum allra? Stórt er spurt. Yfirlýsing sem ríkisstjórn Geirs Haarde gaf út haustið 2008 um ábyrgð á innistæðum er enn í gildi og ríkisstjórn Steingríms og Jóhönnu hefur staðið við þetta loforð enda voru allar innistæður í bæði Byr og SpKef tryggðar á þeirra vakt, svo eitthvað sé nefnt. Aðskilnaður viðskiptabanka- og fjárfestingarbanka Ein af stórum áskorunum sem blasir við í bankakerfinu eftir hrun, er svarið þeirri spurningu hvort það eigi að aðskilja viðskiptabanka- og fjárfestingarbanka. Krafan er hávær, því menn segja, að venjulegt fólk eigi ekki að þurfa að búa við þá áhættu að bankastarfsmenn í eignastýringu eða fyrirtækjasviði t.d séu að taka áhættu í skjóli þeirra.Ekki lagður til hreinn aðskilnaður Fjármálakerfi Breta, rétt eins og okkar, lenti í kollsteypu haustið 2008 og tjón breska ríkisins vegna áhættusækni þarlendra banka er gríðarlegt. Í september skilaði sérstök nefnd breskra stjórnvalda undir forystu sir John Vickers skýrslu um bankakerfið. Þar er ekki beinlínis lagður til hreinn aðskilnaður viðskiptabanka- og fjárfestingarbanka, heldur er lagt til að smíðuð verði girðing, svokallað „ring-fence" utan um innistæður, þ.e sparifé venjulegs fólks. Í einfölduðu máli má segja að með þessu verði komið í veg fyrir að sparifé verði nýtt í áhættusama fjármálastarfsemi. Bresk stjórnvöld ætla að hrinda tillögum Vickers-nefndarinnar svokölluðu í framkvæmd og ætla að lögfesta aðskilnað á milli viðskipta- og fjárfestingabankastarfsemi fyrir árið 2015. Í raun má segja að ákveðin girðing sé til staðar, því með setningu neyðarlaganna var öllum innlánum tryggður forgangur. Í byrjun næsta árs verður lögð fram á Alþingi skýrsla efnahags- og viðskiptaráðuneytisins um starfsumhverfi fjármálamarkaðar á Íslandi. Fréttastofan hefur heimildir fyrir því að í skýrslunni verði sérstakur kafli helgaður tillögum úr skýrslu Vickers og þær heimfærðar á íslenskan veruleika. Markmiðið er að tryggja að aldrei aftur verði sparifé almennings stefnt í voða líkt og gerðist í bankahruninu haustið 2008. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Aldrei aftur verður tekin áhætta í bönkunum með sparifé almennings ef áform efnahags- og viðskiptaráðuneytisins ganga eftir. Í upphafi nýs árs verður kynnt áætlun um breytingar á fjármálafyrirtækjum en stefnt er því að smíða sérstakar girðingar utan um innlán til að tryggja hag sparifjáreigenda, að breskri fyrirmynd. Margir hafa fært rök fyrir því að ríkisábyrgð á innistæðum gangi ekki til lengdar, enda þarf að svara spurningunni: Hvers vegna ætti ríkið að ábyrgjast innlán í öllum bönkum til lengri tíma? Er réttlætanlegt, að allir skattgreiðendur, líka þeir sem eiga ekki innlán í bönkum, en eiga t.d mikla fjármuni í skuldabréfum og hlutabréfum, beri ábyrgð á innistæðum allra? Stórt er spurt. Yfirlýsing sem ríkisstjórn Geirs Haarde gaf út haustið 2008 um ábyrgð á innistæðum er enn í gildi og ríkisstjórn Steingríms og Jóhönnu hefur staðið við þetta loforð enda voru allar innistæður í bæði Byr og SpKef tryggðar á þeirra vakt, svo eitthvað sé nefnt. Aðskilnaður viðskiptabanka- og fjárfestingarbanka Ein af stórum áskorunum sem blasir við í bankakerfinu eftir hrun, er svarið þeirri spurningu hvort það eigi að aðskilja viðskiptabanka- og fjárfestingarbanka. Krafan er hávær, því menn segja, að venjulegt fólk eigi ekki að þurfa að búa við þá áhættu að bankastarfsmenn í eignastýringu eða fyrirtækjasviði t.d séu að taka áhættu í skjóli þeirra.Ekki lagður til hreinn aðskilnaður Fjármálakerfi Breta, rétt eins og okkar, lenti í kollsteypu haustið 2008 og tjón breska ríkisins vegna áhættusækni þarlendra banka er gríðarlegt. Í september skilaði sérstök nefnd breskra stjórnvalda undir forystu sir John Vickers skýrslu um bankakerfið. Þar er ekki beinlínis lagður til hreinn aðskilnaður viðskiptabanka- og fjárfestingarbanka, heldur er lagt til að smíðuð verði girðing, svokallað „ring-fence" utan um innistæður, þ.e sparifé venjulegs fólks. Í einfölduðu máli má segja að með þessu verði komið í veg fyrir að sparifé verði nýtt í áhættusama fjármálastarfsemi. Bresk stjórnvöld ætla að hrinda tillögum Vickers-nefndarinnar svokölluðu í framkvæmd og ætla að lögfesta aðskilnað á milli viðskipta- og fjárfestingabankastarfsemi fyrir árið 2015. Í raun má segja að ákveðin girðing sé til staðar, því með setningu neyðarlaganna var öllum innlánum tryggður forgangur. Í byrjun næsta árs verður lögð fram á Alþingi skýrsla efnahags- og viðskiptaráðuneytisins um starfsumhverfi fjármálamarkaðar á Íslandi. Fréttastofan hefur heimildir fyrir því að í skýrslunni verði sérstakur kafli helgaður tillögum úr skýrslu Vickers og þær heimfærðar á íslenskan veruleika. Markmiðið er að tryggja að aldrei aftur verði sparifé almennings stefnt í voða líkt og gerðist í bankahruninu haustið 2008. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira