Viðskipti innlent

Áfram viðræður við hæstbjóðendur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Enn er verið að ræða við fjárfesta um kaup á Húsasmiðjunni.
Enn er verið að ræða við fjárfesta um kaup á Húsasmiðjunni.
Framtakssjóður Íslands á enn í viðræðum við fjárfesta um kaup á Húsasmiðjunni. „Viðræður við hæstbjóðanda standa enn yfir," segir Pétur Óskarsson hjá Framtakssjóðnum. Hann vill ekki segja hver hæstbjóðandi er, en samkvæmt heimildum fréttastofu er þar um að ræða danska félagið Bygma S/A. Þær heimildir koma heim og saman við frétt sem birtist í Viðskiptablaðinu um daginn. Húsasmiðjan er hluti af eignarhaldsfélaginu Vestia sem Framtakssjóður Íslands keypti af Landbankanum fyrir rúmu ári síðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×