Viðskipti innlent

Hagar fara beint inn í úrvalsvísitölu Kauphallarinnar

Hagar verða nýtt félag í Úrvalsvísitölu Kauphallarinnar, OMX Iceland 6. Hagar munu koma í staðinn fyrir færeyska flugfélagið Air Atlanta. Breytingin tekur gildi þegar markaðir verða opnaðir þann 2. janúar á næsta ári.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kauphöllinni. Þar segir að innkoma Haga í vísitöluna sé gerð með fyrirvara um samþykki töku hlutabréfa Haga til viðskipta.

Eftir breytinguna verða eftirtalin félög í úrvalsvísitölunni auk Haga: Atlantic Petroleum, BankNordik, Icelandair Group, Marel og Össur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×