Viðskipti innlent

Dollarinn ekki sterkari gagnvart krónunni í 17 mánuði

Bandaríkjadollar er kominn yfir 122 krónur og hefur hann ekki verið dýrari síðan seint í júlí á síðasta ári.

Gengi krónunnar hefur veikst þó nokkuð að undanförnu og stendur gengisvísitala krónunnar í rúmum 217 stigum, sem er það hæsta sem hún hefur farið í fjóra mánuði. Ekki er hægt að rekja þessa veikingarhrinu á síðustu dögum til annarrar þátta en krónunnar sjálfrar, þ.e. gjaldeyrisútflæðis, að því er segir í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka.

Evran kostar nú um 159 krónur sem er aðeins meira en hún kostaði fyrr í vikunni. Í raun eru tíðindin sú að á sama tíma og evran er að veikjast gagnvart flestum myntum þá þokast hún upp í verði í krónum talið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×