Lárus Welding ákærður í Svartháfsmálinu Þorbjörn Þórðarson og Erla Hlynsdóttir skrifar 18. desember 2011 18:30 Sérstakur saksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, vegna gruns um stórfelld umboðssvik. Ákæran kemur til vegna rannsóknar saksóknara á fléttu sem tengist félaginu Svartháfi. Málið snýst um lánveitingu Glitnis banka til félagsins Svartháfs sem var endanlega afgreidd á fundi áhættunefndar Glitnis hinn 29. febrúar 2008, en Lárus Welding var formaður áhættunefndarinnar auk þess að vera forstjóri bankans. Samkvæmt heimildum fréttastofu er Lárus grunaður um að hafa misnotað umboð sitt sem forstjóri Glitnis og formaður áhættunefndar bankans með því að heimila umrædd lán. Allt að sex ára fangelsi liggur við meintum brotum. Sérstakur saksóknari vildi ekki staðfesta að ákæran hefði verið gefin út, þegar fréttastofa náði tali af honum í dag, en samkvæmt reglum eru ákærur ekki opinberar fyrr en þremur sólarhringum eftir að þær eru birtar viðkomandi. Þá ræddi fréttastofa einnig við Óttar Pálsson, lögmann Lárusar, sem vildi hvorki staðfesta að umbjóðandi hans hefði verið ákærður, né vísa því á bug. Rannsókn sérstaks saksóknara á Svartháfs-fléttunni tengist uppgjöri á láni til Þáttar International, sem var í eigu Karls og Steingrímsson Wernerssonar, Milestone og Einars Sveinssonar og fjölskyldu, hjá bandaríska bankanum Morgan Stanley. Í janúar 2008 var þetta lán á gjalddaga og útlit var fyrir að það yrði ekki greitt. Áhættunefnd Glitnis samþykkti að veita lán upp á 100 milljónir evra, jafnvirði 10,2 milljarða króna, til að greiða lánið hjá Morgan Stanley. Daginn áður en áhættunefndin heimilaði lánin til Svartháfs var breytt um eignarhald á Svartháfi og Werner Ívan Rasmusson, faðir Karls og Steingríms, varð eini eigandi félagsins. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis segir að ætla megi að eigendaskiptin að Svartháfi hafi farið fram gagngert í þeim tilgangi að félagið gæti tekið við láni frá Glitni og endurlánað síðan sömu fjárhæð til Þáttar, en þannig var hægt að komast hjá leyfilegum útlánamörkum og reglum um áhættu hvað varðar láni til sömu eða tengdra aðila. Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira
Sérstakur saksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, vegna gruns um stórfelld umboðssvik. Ákæran kemur til vegna rannsóknar saksóknara á fléttu sem tengist félaginu Svartháfi. Málið snýst um lánveitingu Glitnis banka til félagsins Svartháfs sem var endanlega afgreidd á fundi áhættunefndar Glitnis hinn 29. febrúar 2008, en Lárus Welding var formaður áhættunefndarinnar auk þess að vera forstjóri bankans. Samkvæmt heimildum fréttastofu er Lárus grunaður um að hafa misnotað umboð sitt sem forstjóri Glitnis og formaður áhættunefndar bankans með því að heimila umrædd lán. Allt að sex ára fangelsi liggur við meintum brotum. Sérstakur saksóknari vildi ekki staðfesta að ákæran hefði verið gefin út, þegar fréttastofa náði tali af honum í dag, en samkvæmt reglum eru ákærur ekki opinberar fyrr en þremur sólarhringum eftir að þær eru birtar viðkomandi. Þá ræddi fréttastofa einnig við Óttar Pálsson, lögmann Lárusar, sem vildi hvorki staðfesta að umbjóðandi hans hefði verið ákærður, né vísa því á bug. Rannsókn sérstaks saksóknara á Svartháfs-fléttunni tengist uppgjöri á láni til Þáttar International, sem var í eigu Karls og Steingrímsson Wernerssonar, Milestone og Einars Sveinssonar og fjölskyldu, hjá bandaríska bankanum Morgan Stanley. Í janúar 2008 var þetta lán á gjalddaga og útlit var fyrir að það yrði ekki greitt. Áhættunefnd Glitnis samþykkti að veita lán upp á 100 milljónir evra, jafnvirði 10,2 milljarða króna, til að greiða lánið hjá Morgan Stanley. Daginn áður en áhættunefndin heimilaði lánin til Svartháfs var breytt um eignarhald á Svartháfi og Werner Ívan Rasmusson, faðir Karls og Steingríms, varð eini eigandi félagsins. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis segir að ætla megi að eigendaskiptin að Svartháfi hafi farið fram gagngert í þeim tilgangi að félagið gæti tekið við láni frá Glitni og endurlánað síðan sömu fjárhæð til Þáttar, en þannig var hægt að komast hjá leyfilegum útlánamörkum og reglum um áhættu hvað varðar láni til sömu eða tengdra aðila.
Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira