Viðskipti innlent

Forstjóri Bygma: Íslenska hagkerfið ætti að rétta úr kútnum eftir 3 ár

Peter Christiansen, forstjóri Bygma
Forstjóri dönsku byggingavörukeðjunnar Bygma, segist ekki gera ráð fyrir að hagnast á kaupunum á Húsasmiðjunni fyrren eftir þrjú ár. Fyrirtækið lítur á Húsasmiðjuna sem mikilvægt skref í útvíkkun keðjunnar um öll Norðurlöndin.

Framtaksjóður Íslands tilkynnti í dag um sölu á Húsasmiðjunni til dönsku byggingavörukeðjunnar Bygma Gruppen. Heildarvirði samningsins er um þrír komma þrír milljarðar króna en Bygma tekur yfir vaxtaberandi skuldir Húsasmiðjunnar að upphæð 2,5 milljarðar. Bygma er danskt einkafyrirtæki sem starfrækir yfir 65 verslanir í Danmörku, Svíðþjóð og Færeyyjum. Fyrritækið var stofnað fyrir tæpum 60 árum og hefur verið í eigu sömu fjölskyldu frá upphafi.

„Við erum stór aðili á markaðnum í Danmörku og Svíþjóð og þess vegna verður þetta skipulagslega hagkvæmt. Við getum því lagt okkar að mörkum í þessu sambandi. Við metum það svo að kosturinn liggi í því að við getum gert stærri innkaup," segir Peter H. Christiansen, forstjóri Bygma.



Hann segir kaupin á Húsasmiðjunni vera þáttur í stefnu fyrirtækisins að starfa á öllum Norðurlöndunum og mun Bygma koma til með að útvíkka starfsemina á Íslandi og samræma innkaup og þess háttar með öðrum verslunum á Norðurlöndunum.

Hann gerir sér grein fyrir að íslenskt efnahagslíf er í lægð og býst því ekki við miklum hagnaði í fyrstu.

„Fyrstu árin verða erfið, a.m.k. fyrstu þrjú árin, en íslenska hagkerfið ætti þá að fara að rétta úr kútnum. Við hlökkum til að hefja rekstur á Íslandi. Þetta verður mjög áhugavert," segir hann og tekur fram að Húsasmiðjunafnið muni ekki bretast, enda gott nafn að hans mati.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×