Viðskipti innlent

Skuldatryggingaálag Íslands hefur hækkað töluvert

Skuldatryggingaálag Íslands hefur hækkað nokkuð á síðustu vikum og náði sínu hæsta gildi á árinu í síðustu viku þegar álagið stóð í 358 punktum.  Álagið hefur síðan lækkað að nýju í þessari viku og stóð í 349 punktum í gærdag samkvæmt gögnum úr Bloomberg gagnaveitunni.

Álagið er nú á svipuðum stað og það var fyrir ári síðan. Það sem veldur þessari hækkun er almenn hækkun á þessum markaði vegna skuldakreppunnar í Evrópu en ekki séríslenskir þættir, að því er segir í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka.  

Í upphafi þessa árs var skuldatryggingaálag á ríkissjóð Íslands 255 punktar og hefur því hækkað um rétt tæplega 100 punkta síðan þá. Á sama tíma  hefur meðaltal Vestur Evrópuríkja hækkað um tæplega 150 punkta og er nú 330 punktar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×