Viðskipti innlent

Brottförum seinkaði mikið frá Keflavík

Jón Hákon Halldórsson skrifar
mynd/ valli.
Nærri níu af hverjum tíu flugvélum sem tóku á loft frá Kaupmannahöfn, Ósló og Stokkhólmi í sumar fóru á réttum tíma. Hinsvegar seinkaði brottförum í meira en helmingi tilvika á Keflavíkurflugvelli í júní, eftir því sem fram kemur á vefnum Túristi.is. Ástandið á Keflavíkurflugvelli batnaði þegar leið á sumarið og í ágúst fóru 71,6 prósent véla í loftið á auglýstum tíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×