Viðskipti innlent

Enn lækkar Icelandair

Gengi bréfa í Icelandair hefur lækkað skarplega síðustu daga.
Gengi bréfa í Icelandair hefur lækkað skarplega síðustu daga.
Gengi bréfa í Icelandair hefur haldið áfram að lækka í dag eftir snarpa lækkun í gær. Gengi bréfa í gær lækkaði um 2,75% og það sem af er degi hefur gengi bréfa í félaginu lækkað um 2,63%.

Gengi bréfa félagsins er nú 4,85, en félagið var skráð, að lokinni endurskipulagningu, á genginu 2,5. Hæst fór gengið hins vegar 5,84, fyrir nokkrum vikum síðan. Gengið hefur því lækkað mikið að undanförnu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×