Viðskipti innlent

Gistinóttum fjölgaði um 11% í október

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gistinóttum á hótelum í október síðastliðnum fjölgaði um 11% frá sama mánuði í fyrra. Þær voru 117 þúsund í október síðastliðnum en 105 þúsund í október í fyrra. Erlendir gestir gistu langflestar nætur, 74% af öllum gistinóttum, og fjölgaði um 13% frá október í fyrra. Gistinóttum Íslendinga fjölgaði um 6%.

Mest fjölgaði gistinóttum á hótelum á höfuðborgarsvæðinu (18%), næstmest á Norðurlandi (17%). Á Austurlandi var fjöldinn svipaður og í fyrra, en gistinóttum fækkaði hins vegar á Suðurnesjum um rúm 2% í október. Á Vesturlandi og Vestfjörðum voru 2.100 gistinætur, en það er 15% samdráttur miðað við október  í fyrra. Einnig fækkaði gistinóttum á Suðurlandi, voru 14.000 í fyrra en 11.500 nú.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×