Pálmi Haralds: Ærleg jólahreingerning hjá Iceland Express 4. desember 2011 17:45 Pálmi Haraldsson. Iceland Express er vel í stakk búið til að mæta þörfum viðskiptavina sinna með nýjum flugvélakosti auk þess sem eigandi félagsins hefur lagt því til 1,3 milljarða króna í reiðufé á síðustu mánuðum til að mæta taprekstri þessa árs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu sem í dag tilkynnti um sölu á tæplega fimm þúsund sætum sem almenningur getur keypt á starfsmannakjörum. „Félagið ber engar vaxtaberandi skuldir hjá bönkum og lánastofnunum og mætir endurnýjað aukinni samkeppni og verkefnum sínum á komandi árum með metnaðarfull markmið í farteskinu," segir ennfremur. Þá segir að Skarphéðinn Berg Steinarsson, sem settist með skömmum fyrirvara í stól forstjóra félagsins í lok september sl., hafi verið ráðinn forstjóri þess til frambúðar. „Þórunn Reynisdóttir var nýlega ráðin sem framkvæmdastjóri yfir nýju sölu- og markaðssviði og Gunnar Petersen hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármála."Hlé gert á Ameríkuflugi til 2013 Sumáráætlun Iceland Express hefur verið endurskoðuð og áfangastöðum fækkað. Ákveðið hefur verið að gera hlé á flugi til Bandaríkjanna fram til vorsins 2013 og ekki verður flogið á milli Akureyrar og Kaupmannahafnar næsta sumar eins og undanfarin fimm ár. Þetta er gert til að auka áreiðanleika og eyða flækjustigi í flugáætlun Iceland Express. „Það má segja að ný og öflug yfirstjórn félagsins hafi ráðist í rækilega jólahreingerningu á undanförnum vikum," segir Pálmi Haraldsson, eigandi Iceland Express. „Með henni og þessari miklu fjárhagslegu styrkingu er fólgin skýr yfirlýsing um að félagið ætlar sér stóra hluti á komandi árum og áframhaldandi forystuhlutverk í lækkun fargjalda til og frá landinu. Með þessu einstaka desembertilboði kveðjum við erfitt rekstrarár með ferðaveislu sem á sér enga hliðstæðu í íslenskri flugsögu og undirstrikum þann ásetning okkar að standa vörð um forystuhlutverk Iceland Express í lækkun verðs á flugi til og frá landinu." Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Forstjórinn sem byrjar daginn á því að horfa á fallegu konuna sína Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira
Iceland Express er vel í stakk búið til að mæta þörfum viðskiptavina sinna með nýjum flugvélakosti auk þess sem eigandi félagsins hefur lagt því til 1,3 milljarða króna í reiðufé á síðustu mánuðum til að mæta taprekstri þessa árs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu sem í dag tilkynnti um sölu á tæplega fimm þúsund sætum sem almenningur getur keypt á starfsmannakjörum. „Félagið ber engar vaxtaberandi skuldir hjá bönkum og lánastofnunum og mætir endurnýjað aukinni samkeppni og verkefnum sínum á komandi árum með metnaðarfull markmið í farteskinu," segir ennfremur. Þá segir að Skarphéðinn Berg Steinarsson, sem settist með skömmum fyrirvara í stól forstjóra félagsins í lok september sl., hafi verið ráðinn forstjóri þess til frambúðar. „Þórunn Reynisdóttir var nýlega ráðin sem framkvæmdastjóri yfir nýju sölu- og markaðssviði og Gunnar Petersen hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármála."Hlé gert á Ameríkuflugi til 2013 Sumáráætlun Iceland Express hefur verið endurskoðuð og áfangastöðum fækkað. Ákveðið hefur verið að gera hlé á flugi til Bandaríkjanna fram til vorsins 2013 og ekki verður flogið á milli Akureyrar og Kaupmannahafnar næsta sumar eins og undanfarin fimm ár. Þetta er gert til að auka áreiðanleika og eyða flækjustigi í flugáætlun Iceland Express. „Það má segja að ný og öflug yfirstjórn félagsins hafi ráðist í rækilega jólahreingerningu á undanförnum vikum," segir Pálmi Haraldsson, eigandi Iceland Express. „Með henni og þessari miklu fjárhagslegu styrkingu er fólgin skýr yfirlýsing um að félagið ætlar sér stóra hluti á komandi árum og áframhaldandi forystuhlutverk í lækkun fargjalda til og frá landinu. Með þessu einstaka desembertilboði kveðjum við erfitt rekstrarár með ferðaveislu sem á sér enga hliðstæðu í íslenskri flugsögu og undirstrikum þann ásetning okkar að standa vörð um forystuhlutverk Iceland Express í lækkun verðs á flugi til og frá landinu."
Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Forstjórinn sem byrjar daginn á því að horfa á fallegu konuna sína Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira