Handbolti

HM 2011: Umfjöllun Þorsteins J og gesta um Þýskalandsleikinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ísland vann í gær glæsilegan sex marka sigur á Þýskalandi, 26-20, á HM í Brasilíu. Þorsteinn Joð og sérfræðingarnir Guðjón Guðmundsson og Geir Sveinsson greindu leikinn í þaula í gær.

Leikurinn verður lengi í minnum hafður enda síðustu 45 mínúturnar í leiknum líklega þær bestu sem íslenska kvennalandsliðið í handbolta hefur sýnt í sögunni. Á þeim tíma sneru þær stöðunni 4-11 í 26-20 með stórbrotinni frammistöðu, bæði í vörn og sókn.

Fyrir vikið er Ísland enn í bullandi séns um að komast áfram í 16-liða úrslitin en lokaumferð riðlakeppninnar fer fram á föstudaginn. Þá mætir Ísland botnliði Kína sem er sýnd veiði en ekki gefin.

Smelltu á hlekkinn hér fyrir ofan til að sjá þátt Þorsteins Joð og gesta í heild sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×