Handbolti

Jólalög á æfingu hjá stelpunum okkar

Sigurður Elvar Þórólfsson í Santos skrifar
Hrafnhildur Ósk Skúladóttir í leik með Íslandi gegn Þýskalandi í vikunni.
Hrafnhildur Ósk Skúladóttir í leik með Íslandi gegn Þýskalandi í vikunni. Mynd/Pjetur
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tók létta æfingu í morgun í Centro Universitario Lusiada háskólanum. Það er greinilega komin jólastemning í leikmenn því Rakel Dögg Bragadóttir spilaði jólalög eins og engin væri morgundagurinn í hljómflutningstækjum landsliðsins.

Æfing íslenska liðsins var snörp og tók ekki nema um 50 mínútur og eru allir leikmenn liðsins í fínu standi fyrir stórleikinn gegn Kína.

"Það fóru allir í gott skap að heyra íslensk jólalög, þetta er bara æðislegt," sagði Hrafnhildur Skúladóttir fyrirliði íslenska liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×