Viðskipti innlent

ÍLS hefur yfirtekið rúmlega 2.000 íbúðir frá 2006

Íbúðalánasjóður (ÍLS) hefur yfirtekið rúmlega 2.000 íbúðir frá árinu 2006. Flestar þessara íbúða eða um fjórðungur er á Suðurnesjum. Bókfært verð þeirra er rúmir 19 milljarðar kr.

Þetta kemur fram í svari velferðarráðherra við fyrirspurn Sigmundar Ernis Rúnarssonar þingmanns Samfylkingarinnar á Alþingi um málið. Í svarinu kemur fram að megnið af þessum íbúðum, eða yfir 1.400 þeirra, yfirtók sjóðurinn á þessu ári og í fyrra.

Þá segir að samkvæmt fasteignamati sé verðmæti þessara íbúða samtals rúmlega 21 milljarður króna. Þær eru hinsvegar bókfærðar hjá sjóðnum á nokkuð lægra verði eða rúmum 19 milljörðum króna en þá hefur verið tekið tillit til ástands þeirra.

Fram kemur í svarinu að rúmlega 500 af þessum íbúðum þurfi á umtalsverðu viðhaldi að halda og ekki sé unnt að leigja þær út nema að undangengnum verulegum viðhaldskostnaði.

Þá segir að í október s.l. voru rúmlega 600 af þessum eignum í útleigu hjá sjóðnum. Ennfremur að frá árinu 2006 hafi sjóðurinn selt rúmlega 550 íbúðir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×