Viðskipti innlent

Gæsluvarðhald samþykkt yfir einum - hafnað yfir öðrum

Jóhannes Baldursson, er meðal þeirra sem hefur verið úrskurðaður í varðhald.
Jóhannes Baldursson, er meðal þeirra sem hefur verið úrskurðaður í varðhald.
Einn maður til viðbótar hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í tengslum við rannsókn sérstaks saksóknara. Það er Jóhannes Baldursson fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta hjá Glitni.

Þegar hefur Lárus Welding verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur. Samkvæmt heimildum Vísis er mögulegt að fjórði maðurinn verði leiddur fyrir dómara í kvöld.

Um er að ræða rannsókn á tíu málum tengdum Glitni og FL Group.

Leiðrétting: Gæsluvarðhaldsúrskurði yfir Elmari Svavarssyni, en hann starfaði sem verðbréfamiðlari í Glitni fyrir hrun, var hafnað. Í fyrstu var greint frá því að dómari hefði fallist á gæsluvarðhald yfir honum. Það er rangt, dómari hafnaði því og leiðréttist það hér með.


Tengdar fréttir

Lárus Welding úrskurðaður í gæsluvarðhald

Einn maður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um markaðsmisnotkun þegar hann starfaði hjá Glitni. Fulltrúar sérstaks saksóknara handtóku nokkra lykilstarfsmenn sem unnu hjá Glitni fyrir hrun í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×