Fréttaskýring: Skráning Horns markar tímamót Magnús Halldórsson skrifar 21. nóvember 2011 21:49 Landsbankinn stendur í stórræðum þessa dagana. Hann ætlar að selja tugmilljarða eign sína í gegnum kauphöll. Tilkynnt hefur verið um það formlega að til standi að skrá Horn fjárfestingafélag á markað á næstu vikum. Skráning félagsins mun marka tímamót, þar sem um er að ræða eign sem er 100% í eigu Landsbanka Íslands, sem síðan er að 81% leyti í eigu íslenska ríkisins. Því er í reynd um að ræða einkavæðingu í þeim skilningi að eign sem er í eigu almennings verður seld til einkafjárfesta. Í þetta skiptið, ekki frekar en þegar Landsbankinn seldi dótturfélag sitt Vestia til Framtakssjóðs Íslands, eiga stjórnmálamenn enga aðkomu.Eignarhlutir í ýmsum fyrirtækjumHorn er ekki rekstrarfélag heldur fjárfestingafélag, eins og áður segir. Eignir félagsins eru einkum eignarhlutir í félögum, bæði skráðum og óskráðum, í ýmsum rekstri. Í skráðum félögum á Horn 1,9% hlut í Intrum Justita sem skráð er á markað í kauphöllinni í Stokkhólmi í Svíþjóð. Auk þess á félagið 3,9% hlut í Oslo Bors VPS Group en það samanstendur af fjórum fyrirtækjum, þ.e. kauphöll, verðbréfaskráningu, uppgjörsþjónustu og markaðslausnum. Félagið býður upp á markaðstorg fyrir skráningu og viðskipti með verðbréf, skráningu á eignarhaldi og uppgjöri verðbréfa, sem og markaðsgögn og veflausnir. Félagið er í eigu Oslo Bors VPS Holding ASA og viðskipti með það fer fram á opnum tilboðsmarkaði. Óskráðar eignir eru 3,95% hlutur í Eimskip, 13,75% hlutur í Eyri Invest, stærsta einstaka eiganda Marels, og 49,9% hlutur í Promens, sem er leiðandi á heimsvísu í framleiðslu plastafurða.Miklar tilfæringarNokkrar breytingar hafa verið gerðar á stjórn Horns að undanförnu, eins og greint hefur verið frá á Vísi. Guðrún Ragnarsdóttir sagði sig úr stjórn félagsins samhliða tilnefningu hennar í stjórn Bankasýslu ríkisins og Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, hefur einnig sagt sig úr stjórninni með það fyrir augum „að draga úr beinum tengslum Landsbankans og Horns." Frans Páll Sigurðsson, framkvæmdastjóri Fjármála í Landsbankanum er nú eini fulltrúi bankans í stjórn Horns en fjórir eru óháðir. Það eru Ragnhildur Geirsdóttir, Guðrún Björg Birgisdóttir, Hilmar Ágústsson og Sigurbjörn Jón Gunnarsson sem gegnir stjórnarformennsku. Þá hefur Landsbankinn tilnefnt Bergþór Björgvinsson sem varamann í stjórn Horns, að því er greint hefur verið frá á vefsíðu Horns. Undirbúningur að skráningu er langt kominn samkvæmt upplýsingum frá Kristjáni Kristjánssyni, upplýsingafulltrúa Landsbankans. Ekki liggur þó endanlega fyrir hvenær félagið verður skráð á markað. Undirbúningur að skráningu félagsins hefur m.a. falist í tilfærslum á eignum Horns til Landsbankans til að tryggja „gott jafnvægi í eignum félagsins" eins og segir á vef Horns. Meðal þeirra eigna sem seldar hafa verið til Landsbankans að undanförnu eru 29,6% hlutur í fasteignafélaginu Reitum hf. og 13,75% hlutur í Eyri Invest ehf. sem báðar voru seldar til Landsbankans á bókfærðu virði Horns eins og það var þann 30. september síðastliðinn. Þessar tilfærslur hafa engin áhrif á afkomu Horns eða Landsbankans. Horn seldi auk þess 3,8% hlut í Össuri hf. til Landsbankans á dögunum. Ekki hefur verið upplýst um verð í þessum viðskiptum né hvort félagið verður selt allt í einu við skráningu eða að hluta. Aðspurður sagðist Kristján ekki geta svarað því hversu lengi Landsbankinn ætlaði að halda á fyrrnefndum eignum, en bankinn myndi þó selja þær með tímanum, eftir því sem markaðsaðstæður leyfðu.FjársterktHorn var í lok þriðja ársfjórðungs á þess ári, þegar síðustu opinberu upplýsingar um fjárhagsstöðu félagsins voru birtar, afar fjársterkt félag. Það var með ríflega 32 milljarða í eigið fé, þ.e. eignir umfram skuldir. Virði eigna var um 43 milljarðar en skuldir um ellefu milljarðar. Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Tilkynnt hefur verið um það formlega að til standi að skrá Horn fjárfestingafélag á markað á næstu vikum. Skráning félagsins mun marka tímamót, þar sem um er að ræða eign sem er 100% í eigu Landsbanka Íslands, sem síðan er að 81% leyti í eigu íslenska ríkisins. Því er í reynd um að ræða einkavæðingu í þeim skilningi að eign sem er í eigu almennings verður seld til einkafjárfesta. Í þetta skiptið, ekki frekar en þegar Landsbankinn seldi dótturfélag sitt Vestia til Framtakssjóðs Íslands, eiga stjórnmálamenn enga aðkomu.Eignarhlutir í ýmsum fyrirtækjumHorn er ekki rekstrarfélag heldur fjárfestingafélag, eins og áður segir. Eignir félagsins eru einkum eignarhlutir í félögum, bæði skráðum og óskráðum, í ýmsum rekstri. Í skráðum félögum á Horn 1,9% hlut í Intrum Justita sem skráð er á markað í kauphöllinni í Stokkhólmi í Svíþjóð. Auk þess á félagið 3,9% hlut í Oslo Bors VPS Group en það samanstendur af fjórum fyrirtækjum, þ.e. kauphöll, verðbréfaskráningu, uppgjörsþjónustu og markaðslausnum. Félagið býður upp á markaðstorg fyrir skráningu og viðskipti með verðbréf, skráningu á eignarhaldi og uppgjöri verðbréfa, sem og markaðsgögn og veflausnir. Félagið er í eigu Oslo Bors VPS Holding ASA og viðskipti með það fer fram á opnum tilboðsmarkaði. Óskráðar eignir eru 3,95% hlutur í Eimskip, 13,75% hlutur í Eyri Invest, stærsta einstaka eiganda Marels, og 49,9% hlutur í Promens, sem er leiðandi á heimsvísu í framleiðslu plastafurða.Miklar tilfæringarNokkrar breytingar hafa verið gerðar á stjórn Horns að undanförnu, eins og greint hefur verið frá á Vísi. Guðrún Ragnarsdóttir sagði sig úr stjórn félagsins samhliða tilnefningu hennar í stjórn Bankasýslu ríkisins og Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, hefur einnig sagt sig úr stjórninni með það fyrir augum „að draga úr beinum tengslum Landsbankans og Horns." Frans Páll Sigurðsson, framkvæmdastjóri Fjármála í Landsbankanum er nú eini fulltrúi bankans í stjórn Horns en fjórir eru óháðir. Það eru Ragnhildur Geirsdóttir, Guðrún Björg Birgisdóttir, Hilmar Ágústsson og Sigurbjörn Jón Gunnarsson sem gegnir stjórnarformennsku. Þá hefur Landsbankinn tilnefnt Bergþór Björgvinsson sem varamann í stjórn Horns, að því er greint hefur verið frá á vefsíðu Horns. Undirbúningur að skráningu er langt kominn samkvæmt upplýsingum frá Kristjáni Kristjánssyni, upplýsingafulltrúa Landsbankans. Ekki liggur þó endanlega fyrir hvenær félagið verður skráð á markað. Undirbúningur að skráningu félagsins hefur m.a. falist í tilfærslum á eignum Horns til Landsbankans til að tryggja „gott jafnvægi í eignum félagsins" eins og segir á vef Horns. Meðal þeirra eigna sem seldar hafa verið til Landsbankans að undanförnu eru 29,6% hlutur í fasteignafélaginu Reitum hf. og 13,75% hlutur í Eyri Invest ehf. sem báðar voru seldar til Landsbankans á bókfærðu virði Horns eins og það var þann 30. september síðastliðinn. Þessar tilfærslur hafa engin áhrif á afkomu Horns eða Landsbankans. Horn seldi auk þess 3,8% hlut í Össuri hf. til Landsbankans á dögunum. Ekki hefur verið upplýst um verð í þessum viðskiptum né hvort félagið verður selt allt í einu við skráningu eða að hluta. Aðspurður sagðist Kristján ekki geta svarað því hversu lengi Landsbankinn ætlaði að halda á fyrrnefndum eignum, en bankinn myndi þó selja þær með tímanum, eftir því sem markaðsaðstæður leyfðu.FjársterktHorn var í lok þriðja ársfjórðungs á þess ári, þegar síðustu opinberu upplýsingar um fjárhagsstöðu félagsins voru birtar, afar fjársterkt félag. Það var með ríflega 32 milljarða í eigið fé, þ.e. eignir umfram skuldir. Virði eigna var um 43 milljarðar en skuldir um ellefu milljarðar.
Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun