Viðskipti innlent

Kemur á besta tíma fyrir olíuleitarútboð Íslendinga

Kristján Már Unnarsson skrifar
Olíborpallur.
Olíborpallur.
Tilkynning Olíustofnunar Noregs um auknar líkur á olíulindum á Jan Mayen-hryggnum, kemur á besta tíma fyrir olíuleitarútboð Íslendinga á Drekasvæðinu, sem er nýhafið.

Norsk stjórnvöld hafa að undanförnu í samvinnu við íslensk stjórnvöld staðið fyrir víðtækum rannsókum á Jan Mayen hryggnum og ná þær inn lögsögu Íslands en þar er Drekasvæðið. Hafsbotninn þar var meðal annars kannaður með fjarstýrðum kafbáti í sumar.

Olíustofnun Noregs greindi frá því síðdegis í gær að niðurstöðurnar hefðu komi á óvart og reynst mun jákvæðari en menn bjuggust við og styrkja þær kenningar um að þar geti fundist olía og gas. Athygli vekur að tilkynning Olíustofnunar Noregs lýsir mikilli bjartsýni, en Þórarinn Sveinn Arnarson er verkefnissstjóri olíuleitar hjá Orkustofnun:

,,Þetta eru mjög jákvæðar fréttir fyrir mögulegar líkur á olíu á þessu svæði," segir Þórarinn.

Og fyrir olíuleitarútboð Íslendinga, sem hófst í síðasta mánuði, koma þessar fréttir á besta tíma, að sögn Þórarins. Þær birtist á fyrri hluta útboðstímabilsins meðan félögin séu enn að meta svæðið og áætla hvort þau ætli að taka þátt.

Útboðinu lýkur 2. apríl í vor og þá kemur í ljós hvort einhver olíufélög sæki um vinnsluleyfi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×