Viðskipti innlent

Sæmundur ráðinn framkvæmdastjóri hjá Sjóvá

Sæmundur Sæmundsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri þjónustu- og rekstrarsviðs hjá Sjóvá Almennum tryggingum hf.
Sæmundur Sæmundsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri þjónustu- og rekstrarsviðs hjá Sjóvá Almennum tryggingum hf.
Sæmundur Sæmundsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri þjónustu- og rekstrarsviðs hjá Sjóvá Almennum tryggingum hf.

Undir hann heyra þjónusta og ráðgjöf, gæðamál, mannauðsmál, rekstrarmál og upplýsingatækni. Sæmundur hefur um þrettán ára skeið gegnt starfi forstjóra Teris, þar sem hann hefur starfað undanfarin sautján ár.

Sæmundur hefur á umliðnum árum aflað sér víðtækrar og farsællar stjórnunarreynslu í atvinnulífinu. Hann hefur setið í fjölmörgum séfræðinefndum á vegum fjármálafyrirtækja landsins. Hann hefur verið stjórnarformaður Auðkennis undanfarin fimm ár.

Sæmundur er tölvunarfræðingur að mennt frá University of Texas í Bandaríkjunum og hefur auk þess aflað sér víðtækrar viðbótarmenntunar á umliðnum árum, m.a. á sviði verkefnastjórnunar, hugbúnaðarþróunar, fundarstjórnar og stjórnunar. Sæmundur hefur um langt árabil verið virkur þátttakandi á sviði félagsmála.

Sæmundur er kvæntur Margréti V. Kristjánsdóttur dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík og eiga þau þrjá syni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×