Viðskipti innlent

Eignir bankanna aukast um 25 milljarða

Heildareignir innlánsstofnana námu 2.876 milljarðar kr. í lok október sl. og höfðu eignirnar því hækkað um 25 milljarða kr. frá lok september.

Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans. Þar segir að innlendar eignir námu 2.542 milljörðum kr. og höfðu þá hækkað um tæpa 2 milljarða kr. frá síðasta mánuði. Erlendar eignir námu 334 milljörðum kr. í lok október og höfðu þá hækkað um 23 milljarða kr. frá fyrri mánuði.

Í lok október námu skuldir innlánsstofnana 2.400 milljörðum kr. og höfðu þá hækkað um 22 milljarða kr. frá september. Þar af voru innlendar skuldir 2.241 milljarðar kr. en erlendar skuldir 159 milljarðar kr. Eigið fé innlánsstofnana í lok október sl. var 476 milljarðar kr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×