Viðskipti innlent

Steingrímur hættir við kolefnisskattinn

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hefur lýst því yfir að hann hafi lagt til hliðar áform um breikkun stofns kolefnisgjalds sem finna má í frumvarpi til laga um ráðstafanir í ríkisfjármálum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samtökum atvinnulífsins sem í dag áttu fund með fjármálaráðherra og fulltrúum þeirra fyrirtækja sem áttu að greiða gjaldið.

Steingrímur mun einnig hafa ítrekað fyrirheit um að tryggja samkeppnisstöðu fyrirtækja sem reka starfsemi sína hér á landi gagnvart erlendum samkeppnisaðilum. „Einnig leggja stjórnvöld áherslu á að tryggja að forsendur þeirra fjárfestingaverkefna sem unnið hefur verið að raskist ekki," segir ennfremur. „Á fundinum var ákveðið að aðilar myndu í framhaldinu eiga samráð um innleiðingu evrópska viðskiptakerfisins með losunarheimildir (ETS) og önnur skattamál þeim tengd."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×