Viðskipti innlent

Flugi Iceland Express aflýst vegna verkfalls í Bretlandi

Vegna yfirvofandi verkfalls opinberra starfsmanna á flugvöllum í Bretlandi næst komandi miðvikudag, hefur Iceland Express ákveðið að fella niður flug til London Gatwick þann dag samkvæmt fréttatilkynningu frá Icelandexpress.

Farþegar sem bókað eiga far með félaginu til og frá London þennan dag, geta valið að fljúga á öðrum dögum án aukakostnaðar.

Flugmálayfirvöld í Bretlandi hafa skorað á flugfélög að fella niður flug til Bretlands þennan dag, af ótta við að miklar tafir verði á afgreiðslu flugvéla og farþega. Farþegar geti þurft að bíða jafnvel klukkustundum saman um borð í flugvélum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×