Viðskipti innlent

Talsmenn easyJet ánægðir með viðtökurnar á Íslandi

Talsmenn lággjaldaflugfélagsins easyJet láta vel af undirtektum við fyrirhugað áætlunarflug félagsins milli London og Keflavíkur í vor.

Í tilkynningu frá félaginu segir að fyrstu sjö dagana sem farmiðar á leiðinni voru til sölu, hafi tíu prósent sæta, sem í boði verða, selst. Þar af er helmingur bókaður frá Íslandi.

Annars munu átján flugfélög íhuga að fljúga til og frá landinu í sumar, en frestur til að staðfesta umsóknir um afgreiðslu á Keflavíkurflugvelli er ekki út runninn, þannig að óljóst er hversu mörg þau verða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×