Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - ÍR 87-73 Stefán Árni Pálsson skrifar 20. október 2011 20:45 Grindvíkingar halda áfram sigurgöngu sinni í Iceland-Express deild karla eftir sigur gegn ÍR-ingum, 87-73, í Grindavík í kvöld. Leikurinn fór fram í Röstinni í Grindavík og sáu gestirnir aldrei til sólar. Leikurinn reyndist dýrkeyptur fyrir gestina, en þeir James Bartolotta og Sveinbjörn Claaessen þurftu báðir að yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Grindvíkingar hafa því sigrað alla þrjá leiki sína í deildinni, en ÍR-ingar eru með tvö stig eftir þrjár umferðir. Jafnræði var á með liðunum í fyrsta leikhluta en heimamenn voru samt sem áður alltaf einu skrefi á undan. Það gekk erfilega fyrir bæði lið að koma boltanum ofan í körfuna og leikmennirnir greinilega nokkuð kaldir í byrjun. Staðan var 21 – 17 eftir fyrstu tíu mínútur leiksins. Grindvíkingar juku við forskot sitt í öðrum leikhlutanum og fór Giordan Watson mikinn fyrir heimamenn, en hann stjórnaði leik sinna manna eins og hershöfðingi. Þegar tvær mínútur voru eftir að fyrri hálfleik lenti James Bartolotta í virkilega hörðu samstuði við J´Nathan Bullock, leikmaður Grindavíkur, og steinrotaðist. Leikurinn tafðist örlítið þar sem gera þurfti að sárum Bartolotta. Staðan var 42-31 fyrir Grindavík í hálfleik og James Bartolotta var farinn af svæðinu með sjúkrabíl, en leikmaðurinn nefbrotnaði illa og líkur eru á því að hann hafi fengið heilahristing. Þriðji leikhlutinn fór rólega af stað og ÍR-ingarnir áttu erfitt með að skipuleggja sóknarleik sinn án leikstjórnandans. Saga leiksins hélt í raun áfram og liðin voru bæði í vandræðum sóknarlega. Staðan var 58-44 fyrir lokafjórðunginn og heimamenn í góðum málum. Heimamenn keyrðu yfir lánlausa ÍR-inga í fjórða leikhlutanum og var sigur þeirra aldrei í hættu. Grindavík náði mest 28 stiga forystu í stöðunni 76-48 og ÍR-ingar voru í miklum vandræðum með heimamenn. Körfuboltinn var ekki sá fallegasti í Grindavík í kvöld, en sigur er sigur og Grindvíkingar halda sigurgöngu sinni áfram. Leiknum lauk með sigri heimamanna 87-73.Helgi Jónas: Erum með mikla breidd „Þetta var ágætur leikur hjá okkur í kvöld og við sýndum frábæran varnarleik," sagði Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Grindvíkinga, eftir leikinn í kvöld. „Við erum með virkilega mikla breidd í ár og ef menn eru ekki að leggja sig fram í leikjum þá fara þeir bara beint útaf. Sóknarleikur okkar var nokkuð stirður og það hlutur sem við verðum að skoða". „Við erum að koma nýja leikmanninum meira inn í skipulagið hjá okkur, en hann hefur aðeins náð tveimur æfingum með liðinu og stendur sig með prýði," það er hægt að sjá allt viðtalið við Helga Jónas með því að smella hér fyrir ofan.Gunnar: Gekk ekkert upp sóknarlega „Þetta er frekar svekkjandi, en ég er samt ánægður með eitt og það er varnarleikur liðsins," sagði Gunnar Sverrisson, þjálfari ÍR, eftir tapið í kvöld.„Fyrri hálfleikurinn var svosem allt í lagi hjá okkur í kvöld, en ég verð samt að vera ánægður með framfarir okkar varnarlega, maður verður alltaf að taka eitthvað jákvætt úr öllum leikjum". „Við höfum verið að spila ágætan sóknarleik á tímabilinu en varnarleikurinn hefur verið skelfilegur. Í kvöld var það sóknarleikurinn sem felldi okkur". „Jimmy (Bartolotta) er einn mikilvægasti leikmaður liðsins og því var það gríðarlega erfitt að missa hann af velli, en hann verður án efa klár fyrir næsta leik". Það má sjá allt viðtalið við Gunnar með því að smella hér.Sigurður Þorsteins: Berjumst fyrir hverjum einasta bolta „Þetta var kannski ekki fallegasti körfubolti sem maður hefur séð, en við unnum og það skiptir máli," sagði Sigurður Þorsteinsson, leikmaður Grindavíkur, eftir leikinn í kvöld. „Við spiluðum frábæra vörn fyrstu þrjá leikhlutana og þeir réðu ekkert við okkur". „Við berjum alltaf fyrir hverjum einasta bolti, reynum að stoppa allar sóknir, en það er kannski ekki alltaf hægt," sagði Sigurður Gunnar en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér.Grindavík - ÍR 87-73 (21-17, 20-15, 17-12, 29-29)Grindavík: Ómar Örn Sævarsson 14 / 4 fráköst, J'Nathan Bullock 13 / 9 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 10/ 10 fráköst, Þorleifur Ólafsson 10, Giordan Watson 9/6 fráköst / 7 stoðsendingar, Jóhann Árni Ólafsson 7, Ólafur Ólafsson 6, Páll Axel Vilbergsson 2.ÍR: Nemanja Sovic 17/ 11 fráköst, Hjalti Friðriksson 16 / 5 fráköst, Eiríkur Önundarson 14, Ellert Arnarson 3, Kristinn Jónasson 14/ 8 fráköst, Williard Johnson 5, Sveinbjörn Claessen 4/ 5 fráköst. Dominos-deild karla Mest lesið Berglindi sagt upp í síma: „Kom mér mjög á óvart“ Íslenski boltinn Heiglar sem ráðast á vinalega Íslendinginn Fótbolti Haaland að verða pabbi Fótbolti Bellamy: Jói lyklakippan en kann alveg að tuða Fótbolti Minnist Baldocks með hlýju: „Honum þótti alltaf vænt um Vestmannaeyjar“ Fótbolti Grikkir vildu ekki spila við Englendinga vegna fráfalls Baldocks Fótbolti „Draumur frá því ég var lítill“ Fótbolti „Andlega lúinn“ Jón Daði færist nær Bestu deildinni Íslenski boltinn Ben Davies: Synd að hafa ekki spilað með Gylfa Fótbolti Miami Heat nefna völlinn eftir Pat Riley Körfubolti Fleiri fréttir Hún er svo klár og því er þetta ekki svo hræðilegt Miami Heat nefna völlinn eftir Pat Riley „Naut þessa leiks í botn“ „Verðum að gera betur og halda haus, þetta var ennþá okkar leikur“ „Erfitt að segja að við höfum unnið á einhverju ákveðnu“ Uppgjörið: ÍR - Tindastóll 82-93 | Stólarnir komnir á blað Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 88-95 | Þórsarar kláruðu dæmið í framlengingu Uppgjörið: KR - Stjarnan 86-87 | Linards klikkaði á línunni og Stjarnan stóð uppi sem sigurvegari Uppgjörið: Höttur - Keflavík 120-115 | Fáliðaðir Hattarmenn kláruðu Keflvík í framlengingu Danny Green leggur skóna á hilluna Finnur Freyr í veikindaleyfi Gaz-leikur Pavels: „Það eru margir hákarlar að synda í kringum Val“ „Áægður með að hún skuli hafa tekið af skarið og látið til sín taka“ Haukar unnu torsóttan sigur gegn Aþenu Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 99-79 | Meistararnir komnir á blað eftir frábæran fjórða leikhluta Flottur leikur Elvars í sigri í Evrópubikarnum Dagur Kár neyðist til að hætta „Ótrúlegt að hann hafi ekki fæðst í Keflavík“ Hvar er þessi? „Þetta er eitthvað biblíudæmi“ GAZið: „Þegar svona mikil velgengni er, þá kemur smá doði í mannskapinn“ „Sóknin alls ekki klár hjá okkur“ „Fyrir mig er mikilvægt að liðið geri það sem við biðjum um“ Beeman með sýningu í fyrsta sigri nýliðanna Uppgjörið: Grindavík - Valur 67-61 | Grindavík skrefi á undan Val Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 103-77 | Unnu Íslandsmeistarana en steinlágu gegn nýliðunum Jakob Birgisson fer á kostum sem Gummi Ben í Körfuboltakvöldi Extra Ótrúleg vika í lífi Teits Örlygs: „Skiljanleg viðbrögð“ Engir eftirmálar af látunum í Smáranum Njarðvík semur við eina unga og efnilega Davíð dæmir hjá Dani í Skotlandi Sjá meira
Grindvíkingar halda áfram sigurgöngu sinni í Iceland-Express deild karla eftir sigur gegn ÍR-ingum, 87-73, í Grindavík í kvöld. Leikurinn fór fram í Röstinni í Grindavík og sáu gestirnir aldrei til sólar. Leikurinn reyndist dýrkeyptur fyrir gestina, en þeir James Bartolotta og Sveinbjörn Claaessen þurftu báðir að yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Grindvíkingar hafa því sigrað alla þrjá leiki sína í deildinni, en ÍR-ingar eru með tvö stig eftir þrjár umferðir. Jafnræði var á með liðunum í fyrsta leikhluta en heimamenn voru samt sem áður alltaf einu skrefi á undan. Það gekk erfilega fyrir bæði lið að koma boltanum ofan í körfuna og leikmennirnir greinilega nokkuð kaldir í byrjun. Staðan var 21 – 17 eftir fyrstu tíu mínútur leiksins. Grindvíkingar juku við forskot sitt í öðrum leikhlutanum og fór Giordan Watson mikinn fyrir heimamenn, en hann stjórnaði leik sinna manna eins og hershöfðingi. Þegar tvær mínútur voru eftir að fyrri hálfleik lenti James Bartolotta í virkilega hörðu samstuði við J´Nathan Bullock, leikmaður Grindavíkur, og steinrotaðist. Leikurinn tafðist örlítið þar sem gera þurfti að sárum Bartolotta. Staðan var 42-31 fyrir Grindavík í hálfleik og James Bartolotta var farinn af svæðinu með sjúkrabíl, en leikmaðurinn nefbrotnaði illa og líkur eru á því að hann hafi fengið heilahristing. Þriðji leikhlutinn fór rólega af stað og ÍR-ingarnir áttu erfitt með að skipuleggja sóknarleik sinn án leikstjórnandans. Saga leiksins hélt í raun áfram og liðin voru bæði í vandræðum sóknarlega. Staðan var 58-44 fyrir lokafjórðunginn og heimamenn í góðum málum. Heimamenn keyrðu yfir lánlausa ÍR-inga í fjórða leikhlutanum og var sigur þeirra aldrei í hættu. Grindavík náði mest 28 stiga forystu í stöðunni 76-48 og ÍR-ingar voru í miklum vandræðum með heimamenn. Körfuboltinn var ekki sá fallegasti í Grindavík í kvöld, en sigur er sigur og Grindvíkingar halda sigurgöngu sinni áfram. Leiknum lauk með sigri heimamanna 87-73.Helgi Jónas: Erum með mikla breidd „Þetta var ágætur leikur hjá okkur í kvöld og við sýndum frábæran varnarleik," sagði Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Grindvíkinga, eftir leikinn í kvöld. „Við erum með virkilega mikla breidd í ár og ef menn eru ekki að leggja sig fram í leikjum þá fara þeir bara beint útaf. Sóknarleikur okkar var nokkuð stirður og það hlutur sem við verðum að skoða". „Við erum að koma nýja leikmanninum meira inn í skipulagið hjá okkur, en hann hefur aðeins náð tveimur æfingum með liðinu og stendur sig með prýði," það er hægt að sjá allt viðtalið við Helga Jónas með því að smella hér fyrir ofan.Gunnar: Gekk ekkert upp sóknarlega „Þetta er frekar svekkjandi, en ég er samt ánægður með eitt og það er varnarleikur liðsins," sagði Gunnar Sverrisson, þjálfari ÍR, eftir tapið í kvöld.„Fyrri hálfleikurinn var svosem allt í lagi hjá okkur í kvöld, en ég verð samt að vera ánægður með framfarir okkar varnarlega, maður verður alltaf að taka eitthvað jákvætt úr öllum leikjum". „Við höfum verið að spila ágætan sóknarleik á tímabilinu en varnarleikurinn hefur verið skelfilegur. Í kvöld var það sóknarleikurinn sem felldi okkur". „Jimmy (Bartolotta) er einn mikilvægasti leikmaður liðsins og því var það gríðarlega erfitt að missa hann af velli, en hann verður án efa klár fyrir næsta leik". Það má sjá allt viðtalið við Gunnar með því að smella hér.Sigurður Þorsteins: Berjumst fyrir hverjum einasta bolta „Þetta var kannski ekki fallegasti körfubolti sem maður hefur séð, en við unnum og það skiptir máli," sagði Sigurður Þorsteinsson, leikmaður Grindavíkur, eftir leikinn í kvöld. „Við spiluðum frábæra vörn fyrstu þrjá leikhlutana og þeir réðu ekkert við okkur". „Við berjum alltaf fyrir hverjum einasta bolti, reynum að stoppa allar sóknir, en það er kannski ekki alltaf hægt," sagði Sigurður Gunnar en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér.Grindavík - ÍR 87-73 (21-17, 20-15, 17-12, 29-29)Grindavík: Ómar Örn Sævarsson 14 / 4 fráköst, J'Nathan Bullock 13 / 9 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 10/ 10 fráköst, Þorleifur Ólafsson 10, Giordan Watson 9/6 fráköst / 7 stoðsendingar, Jóhann Árni Ólafsson 7, Ólafur Ólafsson 6, Páll Axel Vilbergsson 2.ÍR: Nemanja Sovic 17/ 11 fráköst, Hjalti Friðriksson 16 / 5 fráköst, Eiríkur Önundarson 14, Ellert Arnarson 3, Kristinn Jónasson 14/ 8 fráköst, Williard Johnson 5, Sveinbjörn Claessen 4/ 5 fráköst.
Dominos-deild karla Mest lesið Berglindi sagt upp í síma: „Kom mér mjög á óvart“ Íslenski boltinn Heiglar sem ráðast á vinalega Íslendinginn Fótbolti Haaland að verða pabbi Fótbolti Bellamy: Jói lyklakippan en kann alveg að tuða Fótbolti Minnist Baldocks með hlýju: „Honum þótti alltaf vænt um Vestmannaeyjar“ Fótbolti Grikkir vildu ekki spila við Englendinga vegna fráfalls Baldocks Fótbolti „Draumur frá því ég var lítill“ Fótbolti „Andlega lúinn“ Jón Daði færist nær Bestu deildinni Íslenski boltinn Ben Davies: Synd að hafa ekki spilað með Gylfa Fótbolti Miami Heat nefna völlinn eftir Pat Riley Körfubolti Fleiri fréttir Hún er svo klár og því er þetta ekki svo hræðilegt Miami Heat nefna völlinn eftir Pat Riley „Naut þessa leiks í botn“ „Verðum að gera betur og halda haus, þetta var ennþá okkar leikur“ „Erfitt að segja að við höfum unnið á einhverju ákveðnu“ Uppgjörið: ÍR - Tindastóll 82-93 | Stólarnir komnir á blað Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 88-95 | Þórsarar kláruðu dæmið í framlengingu Uppgjörið: KR - Stjarnan 86-87 | Linards klikkaði á línunni og Stjarnan stóð uppi sem sigurvegari Uppgjörið: Höttur - Keflavík 120-115 | Fáliðaðir Hattarmenn kláruðu Keflvík í framlengingu Danny Green leggur skóna á hilluna Finnur Freyr í veikindaleyfi Gaz-leikur Pavels: „Það eru margir hákarlar að synda í kringum Val“ „Áægður með að hún skuli hafa tekið af skarið og látið til sín taka“ Haukar unnu torsóttan sigur gegn Aþenu Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 99-79 | Meistararnir komnir á blað eftir frábæran fjórða leikhluta Flottur leikur Elvars í sigri í Evrópubikarnum Dagur Kár neyðist til að hætta „Ótrúlegt að hann hafi ekki fæðst í Keflavík“ Hvar er þessi? „Þetta er eitthvað biblíudæmi“ GAZið: „Þegar svona mikil velgengni er, þá kemur smá doði í mannskapinn“ „Sóknin alls ekki klár hjá okkur“ „Fyrir mig er mikilvægt að liðið geri það sem við biðjum um“ Beeman með sýningu í fyrsta sigri nýliðanna Uppgjörið: Grindavík - Valur 67-61 | Grindavík skrefi á undan Val Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 103-77 | Unnu Íslandsmeistarana en steinlágu gegn nýliðunum Jakob Birgisson fer á kostum sem Gummi Ben í Körfuboltakvöldi Extra Ótrúleg vika í lífi Teits Örlygs: „Skiljanleg viðbrögð“ Engir eftirmálar af látunum í Smáranum Njarðvík semur við eina unga og efnilega Davíð dæmir hjá Dani í Skotlandi Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 99-79 | Meistararnir komnir á blað eftir frábæran fjórða leikhluta