Körfubolti

Bartolotta líður eins og Rocky Balboa

Þessa mynd birti Bartolotta af sjálfum sér á Twitter í dag. Það er engu líkara en hann hafi verið lúbarinn.
Þessa mynd birti Bartolotta af sjálfum sér á Twitter í dag. Það er engu líkara en hann hafi verið lúbarinn.

ÍR-ingurinn Jommy Bartolotta var fluttur burt úr Röstinni í Grindavík í gær eftir að hafa orðið fyrir Grindvíkingnum, J´Nathan Bullock.

Bartolotta var að reyna að fiska ruðning á fyrrum NFL-leikmanninn en hefði betur sleppt því þar sem hann steinrotaðist.

„Þó svo að Bullock hafi óvart nefbrotið Bartalotta í kvöld þá er svolítið vafasamt að stíga í veg fyrir hann," skrifaði Grindvíkingurinn Sigurður Gunnar Þorsteinsson á twitter-síðu sína eftir leikinn.

Kappinn birti mynd af sér á Twitter í dag þar sem hann segir að sér líði eins og Rocky Balboa.

Skal engan undra miðað við útlitið á kappanum.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.